Handbolti

Guðjón Valur með ellefu mörk í sigri og Teitur skoraði níu fyrir Kristianstad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessi maður er ótrúlegur.
Þessi maður er ótrúlegur. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson var stórkostlegur er Rhein-Neckar Löwen lenti í engum vandræðum með Montpellier í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Lokatölur tíu marka sigur Löwen, 37-27.

Þjóðverjarnir voru 16-13 yfir í hálfleik en stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur á franska liðinu. Vandræði hjá franska stórveldinu.

Guðjón Valur var frábær í vinstra horninu hjá Löwen en hann skoraði ellefu mörk úr fjórtán skotum. Markahæsti maður vallarins en Alexander Ptersson bætti við tveimur mörkum úr fimm skotum.

Ljónin eru á toppi A-riðilsins með tíu stig rétt eins og Vardar og Barcelona en tvö síðarnefndu liðin eiga leik til góða á Löwen. Montpellier er með eitt stig eftir sjö leiki.

Barcelona lenti í engum vandræðum með Logrono í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar unnu tólf marka sigur, 41-19, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik 20-16.

Aron skoraði fjögur mörk úr sex skotum en hann dældi einnig út stoðsendingum. Barcelona er með fullt hús stiga eftir níu leiki og er með sjö stiga forskot á næstu lið.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Kristianstad sem hafði betur gegn Ystads, 26-23, á heimavellli í sænsku úrvalsdeildinni. Staðan í hálfleik var 16-7 en meistararnir slökuðu á í síðari hálfleik.

Selfyssingurinn gerði níu mörk og var markahæsti maður vallarins. Ólafur Guðmundsson bætti við einu marki fyrir Kristianstad en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað fyrir Kristianstad sem er á toppnum með átján stig eftir tíu leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.