Toronto hélt áfram sigurgöngu sinni og Lakers vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 07:30 Kawhi Leonard hefur verið frábær með Toronto-liðinu í vetur. Vísir/Getty Toronto Raptors er áfram með besta sigurhlutfallið í NBA-deildinni í körfubolta eftir ellefta sigur sinn í tólf leikjum í nótt. Los Angeles Lakers fagnaði sigri í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum og New Orleans Pelicans endaði sex leikja taphrinu.Kawhi Leonard kom aftur inn í lið Toronto Raptors eftir tveggja leikja hvíld og var í stóru hlutverki í 114-105 útisigri á liði Sacramento Kings. Leonard endaði með 25 stig og 11 fráköst. Toronto liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð síðan eina tap tímabilsins sem kom á móti Milwaukee Bucks 29. október síðastliðinn. Þetta var annað tap Sacramento Kings í röð eftir fimm sigurleiki í röð þar á undan. Willie Cauley-Stein og Buddy Hield skoruðu báðir 24 stig og De'Aaron Fox var með 20 stig.LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar hann hjálpaði Los Angeles Lakers liðinu að vinna 114-110 heimasigur á Minnesota Timberwolves í spennuleik. James endaði leikinn með 24 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Derrick Rose átti aftur mjög flottan leik og skoraði 31 stig á 37 mínútum og Jimmy Butler var með 24 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Anthony Davis átti sinn besta leik síðan að hann meiddist á olnboga á dögunum og New Orleans Pelicans vann loksins sigur eftir sex töð í röð. Anthony Davis var með 32 stig, 15 fráköst og 4 varin skot í 107-98 sigri á Chicago Bulls. Jrue Holiday var einnig góður með 17 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.Hassan Whiteside átti rosalegan leik þegar Miami Heat vann 95-88 sigur á San Antonio Spurs en miðherjinn endaði með 29 stig, 20 fráköst og 9 varin skot sem er það mesta sem einn leikmaður hefur varið í leik á tímabilinu. Þetta var fyrsti sigur Miami á San Antonio í fjögur ár.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Sacramento Kings - Toronto Raptors 105-114 Utah Jazz - Dallas Mavericks 117-102 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 94-100 Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 89-87 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 107-98 Atlanta Hawks - New York Knicks 107-112 Miami Heat - San Antonio Spurs 95-88 Cleveland Cavaliers - Oklahoma City Thunder 86-95 Orlando Magic - Detroit Pistons 96-103 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 114-110 NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Toronto Raptors er áfram með besta sigurhlutfallið í NBA-deildinni í körfubolta eftir ellefta sigur sinn í tólf leikjum í nótt. Los Angeles Lakers fagnaði sigri í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum og New Orleans Pelicans endaði sex leikja taphrinu.Kawhi Leonard kom aftur inn í lið Toronto Raptors eftir tveggja leikja hvíld og var í stóru hlutverki í 114-105 útisigri á liði Sacramento Kings. Leonard endaði með 25 stig og 11 fráköst. Toronto liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð síðan eina tap tímabilsins sem kom á móti Milwaukee Bucks 29. október síðastliðinn. Þetta var annað tap Sacramento Kings í röð eftir fimm sigurleiki í röð þar á undan. Willie Cauley-Stein og Buddy Hield skoruðu báðir 24 stig og De'Aaron Fox var með 20 stig.LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar hann hjálpaði Los Angeles Lakers liðinu að vinna 114-110 heimasigur á Minnesota Timberwolves í spennuleik. James endaði leikinn með 24 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Derrick Rose átti aftur mjög flottan leik og skoraði 31 stig á 37 mínútum og Jimmy Butler var með 24 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Anthony Davis átti sinn besta leik síðan að hann meiddist á olnboga á dögunum og New Orleans Pelicans vann loksins sigur eftir sex töð í röð. Anthony Davis var með 32 stig, 15 fráköst og 4 varin skot í 107-98 sigri á Chicago Bulls. Jrue Holiday var einnig góður með 17 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.Hassan Whiteside átti rosalegan leik þegar Miami Heat vann 95-88 sigur á San Antonio Spurs en miðherjinn endaði með 29 stig, 20 fráköst og 9 varin skot sem er það mesta sem einn leikmaður hefur varið í leik á tímabilinu. Þetta var fyrsti sigur Miami á San Antonio í fjögur ár.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Sacramento Kings - Toronto Raptors 105-114 Utah Jazz - Dallas Mavericks 117-102 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 94-100 Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 89-87 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 107-98 Atlanta Hawks - New York Knicks 107-112 Miami Heat - San Antonio Spurs 95-88 Cleveland Cavaliers - Oklahoma City Thunder 86-95 Orlando Magic - Detroit Pistons 96-103 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 114-110
NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira