Körfubolti

Toronto hélt áfram sigurgöngu sinni og Lakers vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kawhi Leonard hefur verið frábær með Toronto-liðinu í vetur.
Kawhi Leonard hefur verið frábær með Toronto-liðinu í vetur. Vísir/Getty

Toronto Raptors er áfram með besta sigurhlutfallið í NBA-deildinni í körfubolta eftir ellefta sigur sinn í tólf leikjum í nótt. Los Angeles Lakers fagnaði sigri í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum og New Orleans Pelicans endaði sex leikja taphrinu.

Kawhi Leonard kom aftur inn í lið Toronto Raptors eftir tveggja leikja hvíld og var í stóru hlutverki í 114-105 útisigri á liði Sacramento Kings. Leonard endaði með 25 stig og 11 fráköst.

Toronto liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð síðan eina tap tímabilsins sem kom á móti Milwaukee Bucks 29. október síðastliðinn.

Þetta var annað tap Sacramento Kings í röð eftir fimm sigurleiki í röð þar á undan. Willie Cauley-Stein og Buddy Hield skoruðu báðir 24 stig og De'Aaron Fox var með 20 stig.

LeBron James var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar hann hjálpaði Los Angeles Lakers liðinu að vinna 114-110 heimasigur á Minnesota Timberwolves í spennuleik. James endaði leikinn með 24 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.  

Derrick Rose átti aftur mjög flottan leik og skoraði 31 stig á 37 mínútum og Jimmy Butler var með 24 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.

Anthony Davis átti sinn besta leik síðan að hann meiddist á olnboga á dögunum og New Orleans Pelicans vann loksins sigur eftir sex töð í röð. Anthony Davis var með 32 stig, 15 fráköst og 4 varin skot í 107-98 sigri á Chicago Bulls. Jrue Holiday var einnig góður með 17 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.

Hassan Whiteside átti rosalegan leik þegar Miami Heat vann 95-88 sigur á San Antonio Spurs en miðherjinn endaði með 29 stig, 20 fráköst og 9 varin skot sem er það mesta sem einn leikmaður hefur varið í leik á tímabilinu. Þetta var fyrsti sigur Miami á San Antonio í fjögur ár.

Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt:

Sacramento Kings - Toronto Raptors    105-114    
Utah Jazz - Dallas Mavericks    117-102    
Indiana Pacers - Philadelphia 76ers    94-100    
Memphis Grizzlies - Denver Nuggets    89-87    
New Orleans Pelicans - Chicago Bulls    107-98    
Atlanta Hawks - New York Knicks    107-112    
Miami Heat - San Antonio Spurs    95-88    
Cleveland Cavaliers - Oklahoma City Thunder    86-95    
Orlando Magic - Detroit Pistons    96-103
Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 114-110

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.