Körfubolti

Meistarahringir NBA undanfarin 30 ár: Hver þeirra er flottastur?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry með nýjasta meistarahringinn sinn. Hann á tvo aðra.
Stephen Curry með nýjasta meistarahringinn sinn. Hann á tvo aðra. Vísir/Getty

Menn fá ekki bara að lyfta bikarnum þegar þeir vinna NBA-deildina í körfuboltanum því hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að allir leikmenn meistaraliðsins fái sérhannaðan meistarahring.

Fésbókarsíðan HoopsHype birti á dögunum myndband af öllum meistarahringum NBA-deildarinnar undanfarin 30 ár eða alllt frá því síðan að Detroit Piston vann NBA-deildina tvisvar í röð í lok níunda áratugsins.

Golden State Warriors afhenti leikmönnum sínum meistarahringinn fyrir fyrsta leik liðsins á þessu tímabili en margir leikmenn liðsins voru þá að fá sinna þriðja meistarahring á ferlinum.

Þjálfarinn Steve Kerr á líka 8 af þessum 30 hringum sem sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Kerr vann fimm sem leikmaður Chicago Bulls (1996-1998) og tvo sem leikmaður San Antonio Spurs (1999 og 2003). Hann hefur síðan gert Golden State þrisvar að meisturum.

Enginn á þó fleiri hringi en Phil Jackson sem vann ellefu sem þjálfari Chicago Bulls (1991, 1992, 1993, 1996, 1997, 1998) og Los Angeles Lakers (2000, 2001, 2002, 2009, 2010).

Það er aftur á móti Robert Horry sem á flesta af þessum hringum sem leikmaður en hann var sjö þeirra á sínum ferli með Houston Rockets (1994, 1995), Los Angeles Lakers (2000, 2001, 2002) og San Antonio Spurs (2005, 2007).

Nú er bara stóra spurningin hver af þessum meistarahringum sé flottastur.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.