Viðskipti innlent

Fjárfestar fagna tilkynningu Icelandair

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bréf í Icelandair hafa verið á miklu flugi að undanförnu.
Bréf í Icelandair hafa verið á miklu flugi að undanförnu. Vísir/vilhelm

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur hækkað um næstum 7 prósent það sem af er degi. Viðskipti með bréfin er einnig töluverð, eða um 950 milljónir króna.

Ætla má að hækkunina megi rekja beint til tilkynningar sem Icelandair Group sendi frá sér í gærkvöldi þar sem boðað var til hluthafafundar í lok mánaðar.

Þar verða fyrirhuguð kaup félagsins á WOW Air til umfjöllunar en meðal dagskrárliða eru tillögur um að stjórn Icelandair Group verði veitt heimild til að auka hlutafé um rúmlega 960 milljónir króna.

Fjárfestar hafa tekið þessum tíðindum fagnandi í dag og hefur það orðið til þess að nú í hádeginu var verð bréfa í Icelandair um 11,5 krónur á hlut. Verðið á bréfinu hefur hæst farið í um 11,7 krónur í dag en það hefur ekki verið hærra síðan í upphafi júlímánaðar. Alls hefur verð bréfanna hækkað um 63 prósent síðastliðinn mánuð.

Hækkun á hlutabréfaverði Icelandair hefur drifið áfram hækkun úrvalsvísitölunnar í dag, en hækkunin er nú um 0,52 prósent. Hækkun annarra félaga í Kauphöllinni er þó hógvær. Næst á eftir Icelandair koma Heimavellir, en bréf félagsins hafa hækkað um tæplega 1 prósent í morgun.

Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.