Hefði getað leitt til 3 prósenta samdráttar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. október 2018 07:00 WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk í síðasta mánuði. Skúli Mogensen er forstjóri og eini hluthafi flugfélagsins. Fréttablaðið/Anton Brink Gjaldþrot íslenska flugfélagsins WOW air hefði getað leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri flugfélagsins. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári og gera ráð fyrir að gengi krónunnar haldist á sama tíma stöðugt. Starfshópur sem var skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum vann umrædda sviðsmyndagreiningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var gert ráð fyrir því, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði á sama ári um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Sumir sérfræðingar sem starfshópurinn kvaddi til gagnrýndu sviðsmyndagreininguna á þeirri forsendu að hún vanmæti möguleg keðjuverkandi áhrif af gjaldþroti WOW air, samkvæmt heimildum blaðsins. Samhliða vinnu starfshópsins unnu fulltrúar fjögurra ráðuneyta að gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla sem upp gætu komið í rekstri fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, en sem kunnugt er hafa miklar sviptingar verið í rekstri umræddra félaga síðustu mánuði. Fram kemur í fundargerð fjármálastöðugleikaráðs, sem ræddi meðal annars stöðu íslensku flugfélaganna á fundi sínum síðasta föstudag, að það sé mat ráðsins að möguleg áföll í fluggeiranum myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.Með eitt bankalán Samkvæmt fjárfestakynningu WOW air, sem útbúin var í aðdraganda skuldabréfaútboðs flugfélagsins í sumar, veitti Arion banki félaginu sex milljóna evra lán á haustmánuðum síðasta árs. Lánið, sem ber 4,3 prósenta vexti og er á gjalddaga í september 2020, er eina bankalán WOW air en fyrir utan lánið er nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins eina lengri tíma markaðsfjármögnun þess. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, sem jafngildir 7,9 milljörðum króna, í skuldabréfaútboðinu sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Voru þátttakendur bæði erlendir og innlendir fjárfestar. Samhliða skuldabréfaútgáfunni tilkynntu stjórnendur flugfélagsins um að þeir hefðu ráðið Arion banka og Arctica Finance til þess að undirbúa skráningu hlutabréfa félagsins á markað, bæði hérlendis og erlendis. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 18 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst síðastliðinn. Í fjárfestakynningu félagsins er upplýst um að eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala, jafnvirði 184 milljóna króna. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Gjaldþrot íslenska flugfélagsins WOW air hefði getað leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri flugfélagsins. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári og gera ráð fyrir að gengi krónunnar haldist á sama tíma stöðugt. Starfshópur sem var skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum vann umrædda sviðsmyndagreiningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var gert ráð fyrir því, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði á sama ári um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Sumir sérfræðingar sem starfshópurinn kvaddi til gagnrýndu sviðsmyndagreininguna á þeirri forsendu að hún vanmæti möguleg keðjuverkandi áhrif af gjaldþroti WOW air, samkvæmt heimildum blaðsins. Samhliða vinnu starfshópsins unnu fulltrúar fjögurra ráðuneyta að gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla sem upp gætu komið í rekstri fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, en sem kunnugt er hafa miklar sviptingar verið í rekstri umræddra félaga síðustu mánuði. Fram kemur í fundargerð fjármálastöðugleikaráðs, sem ræddi meðal annars stöðu íslensku flugfélaganna á fundi sínum síðasta föstudag, að það sé mat ráðsins að möguleg áföll í fluggeiranum myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.Með eitt bankalán Samkvæmt fjárfestakynningu WOW air, sem útbúin var í aðdraganda skuldabréfaútboðs flugfélagsins í sumar, veitti Arion banki félaginu sex milljóna evra lán á haustmánuðum síðasta árs. Lánið, sem ber 4,3 prósenta vexti og er á gjalddaga í september 2020, er eina bankalán WOW air en fyrir utan lánið er nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins eina lengri tíma markaðsfjármögnun þess. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, sem jafngildir 7,9 milljörðum króna, í skuldabréfaútboðinu sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Voru þátttakendur bæði erlendir og innlendir fjárfestar. Samhliða skuldabréfaútgáfunni tilkynntu stjórnendur flugfélagsins um að þeir hefðu ráðið Arion banka og Arctica Finance til þess að undirbúa skráningu hlutabréfa félagsins á markað, bæði hérlendis og erlendis. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 18 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst síðastliðinn. Í fjárfestakynningu félagsins er upplýst um að eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala, jafnvirði 184 milljóna króna. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira