Viðskipti innlent

310 milljóna hagnaður Fiskisunds

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Halla Sigrún Hjartardóttir.
Halla Sigrún Hjartardóttir.
Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem er næststærsti eigandi Arnarlax með 8,4 prósenta hlut, hagnaðist um ríflega 310 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Fiskisund átti eignir upp á 1.975 milljónir króna í lok ársins og þá var eigið fé félagsins 1.726 milljónir króna. Víkjandi lán námu á sama tíma 249 milljónum króna.

Fiskisund er í jafnri eigu Einars Arnar Ólafssonar, stjórnarmanns í TM og Arnarlaxi, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, og Kára Þórs Guðjónssonar fjárfestis. Félagið hagnaðist um rúmlega 1.400 milljónir króna árið 2016, einkum vegna sölu á laxeldisfyrirtæki þeirra, Fjarðalaxi, til Arnarlax.

Fiskisund seldi sem kunnugt er hlut sinn í Póstmiðstöðinni til Árvakurs og 365 miðla fyrr á þessu ári en fjárfestingafélagið fer enn með 35 prósenta hlut í Kexi Hosteli. – kij






Fleiri fréttir

Sjá meira


×