Handbolti

Arnór bestur í Bundesligunni í september

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bestur í september.
Bestur í september. mynd/twitter-síða Arnórs

Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður Bergrischer og íslenska landsliðsins, var kosinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í september.

Arnór Þór sem leikur með nýliðum Bergrischer hefur farið frábærlega af stað líkt og liðið en Bergrischer er í fimmta sæti deilarinnar. Þeir hafa einungis tapað tveimur leikjum það sem af er.

Arnór Þór er næst markahæsti leikmaður Bundesligunnar. Hann hefur skorað 54 mörk í fyrstu átta leikjunum en einungis Matthias Musche hefur skorað fleiri.

Akureyringurinn er einnig vítaskytta Bergrischer en hann er með frábæra nýtingu það sem af er tímabili, tæplega 74%. Það er vonandi að Arnór haldi áfram af þessu krafti og verði funheitur er Ísland leikur á EM í handbolta í janúar.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.