Handbolti

Öruggur sigur Ljónanna í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander Petersson fagnar marki
Alexander Petersson fagnar marki Vísir/Getty

Rhein-Neckar Löwen vann öruggan sigur á Kristianstad í Íslendingaslag í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Heimamenn í Löwen skoruðu fyrstu fjögur mörkin í leiknum og voru með forystuna allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfeik 18-14 fyrir Rhein-Neckar.

Í seinni hálfleik héldu þeir þýsku áfram að auka forskotið og þegar leik lok var munurinn orðinn níu mörk, lokatölur 36-27.

Kristianstad missti tvo leikmenn út af með rautt spjald. Philip Henningsson fékk rautt strax á sjöttu mínútu leiksins og Arnar Freyr Arnarsson fékk sína þriðju tveggja mínútna brottvísun, og þar með rautt spjald, á 52. mínútu. Arnar Freyr hafði náð að skora tvö mörk áður en hann var rekinn út af.

Teitur Örn Einarsson gerði einnig tvö mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm. Hann var markahæstur í liði Kristianstad ásamt Stig Tore Nilsen.

Í liði Rhein-Neckar skoraði Alexander Petersson tvö mörk. Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Kristianstad hefur enn ekki unnið leik í Meistaradeildinni til þessa á tímabilinu. Löwen er með fjögur stig eftir fjóra leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.