Handbolti

Tíu íslensk mörk í tapi Álaborgar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar í landsleik með Íslandi en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega í Danmörku.
Ómar í landsleik með Íslandi en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega í Danmörku. vísir/getty

Tíu íslensk mörk dugðu ekki fyrir Álaborg sem tapaði á útivelli fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og Janus Daði Smárason fjögur í liði Álaborgar sem tapaði með einu marki, 29-28.

Heimamenn í Bjerringbro-Silkeborg voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-15. Bjerringbro er á toppi deildarinnar eftir átta leiki með þrettán stig, Álaborg er í því þriðja með tólf.

Í Frakklandi skoraði Geir Guðmundsson tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Cesson-Rennes sem tapaði fyrir Nantes. Lokatölur í þeim leik voru einnig 29-28.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.