Körfubolti

Fimmtán stig og tíu fráköst frá LeBron í sigri á meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron stoltur og stæltur í nótt.
LeBron stoltur og stæltur í nótt. vísir/getty

Átta leikir fóru fram á undirbúningstímabili NBA-deiildarinnar í kvöld en þar ber hæst að nefna tíu stiga sigur LA Lakers gegn ríkjandi meisturum Golden State, 123-113.

Það var ekki mikil varnarleikur spilaður í Englaborginni í nótt en staðan var 57-61, Lakers í vil í hálfleik. Þeir kláruðu svo leikinn að lokum með tíu stigum.

Einu einni sem oftar var það Stephen Curry sem var stigahæstur meistaranna en hann skoraði 23 stig. Að auki gaf hann fimm fráköst. Næstur kom Klay Thomspon með 20 stig.

LeBron James hafði nokkuð hægt um sig í stigaskorun en hann skoraði fimmtán stig. Að auki tók hann tíu fráköst. Kyle Kuzma gerði 22 stig fyrir Lakers og Brandon Ingram 26 stig.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar sem og helstu tilþrifin.

Öll úrslit næturinnar:
Washington - Detroit 102-97
Memphis - Orlando 86-102
Brooklyn - Toronto 91-118
San Antonio - Atlanta 127-130
New Orleans - Miami 128-140
Indiana - Chicago 89-104
Phoenix - Portland 83-116
Golden State - LA Lakers 113-123

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.