Handbolti

Gísli skoraði fyrir Kiel │Arnór og félagar halda áfram að vinna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór er að byrja feikilega vel í úrvalsdeildinni
Arnór er að byrja feikilega vel í úrvalsdeildinni mynd/dhb

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer héldu áfram frábærri byrjun á þýsku Bundesligunni með sigri á Leipzig í kvöld.

Bergischer er nýliði í deildinni og er í fjórða sæti eftir níu leiki með sjö sigra. Íslenski landsliðsmaðurinn á stóran þátt í því góða gengi, hann hefur raðað inn mörkunum fyrir Bergischer.

Arnór skoraði sex mörk í dag og var næst markahæstur í liði Bergischer sem vann 27-23 sigur á Leipzig.

Kiel vann öruggan tíu marka sigur á HSG Wetzlar á sama tíma.

Gísli Þogeir Kristjánsson skoraði eitt mark í einu skoti fyrir Kiel og varr það lokamark leiksins sem endaði 29-19. Jafnt var með liðunum, 12-12, í hálfleik en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar keyrðu yfir Wetzlar í seinni hálfleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.