Skattur ekki greiddur af gjöfum undir 130 þúsund Elín Albertsdóttir skrifar 14. október 2018 10:00 Venjulega eru jólagjafir til starfsmanna undir lágmarksviðmiðun skattsins. Hins vegar eru peningagjafir skattskyldar. Ákveðnar reglur gilda um gjafir og ýmsan viðurgjörning til starfsmanna. Gjafir teljast til skattskyldra tekna einstaklinga samkvæmt ákvæðum þar að lútandi. Undanskildar eru þó tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en gengur og gerist um slíkar gjafir. Engin ákveðin viðmiðunarfjárhæð er lögfest í þessu sambandi. Í skattmati sem gefið er út árlega kemur fram að ekki skuli telja til tekna ýmsan viðurgjörning til starfsmanna, enda standi hann öllum starfsmönnum launagreiðandans til boða og árlegur kostnaður nemi ekki hærri fjárhæð en 130.000 kr. á hvern starfsmann. Hér getur til dæmis verið um að ræða kostnað vegna árshátíðar, jólagleði, starfsmannaferða og annarra álíka viðburða. „Ríkisskattstjóri hefur ekki birt nein ákveðin fjárhæðarmörk sem verðmæti gjafa tæki mið af án þess að teljast til skattskyldra tekna viðkomandi, s.s. jólagjöf til starfsmanns. Litið hefur verið til framangreindrar fjárhæðar, þ.e. 130.000 kr., í heildstæðu mati á öllum viðurgjörningi til starfsmanna sem heimilt er að teljist ekki til skattskyldra tekna, þ.m.t. gjafir. Rétt er að taka fram að gjafir í beinhörðum peningum teljast alltaf til skattskyldra tekna launamanna,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, sviðsstjóri hjá RSK. „Jólagjafir mega því ekki fara yfir 130 þúsund á ári án þess að litið verði svo á að um skattskyldar tekjur sé að ræða. Peningagjafir teljast hins vegar ætíð til skattskyldra tekna starfsmanna og sama má segja um jólabónus. Ekki er talið algengt að jólagjafir til starfsmanna fari yfir þessa upphæð. Engar beinar tölur eru til um það en oftast nær eru gjafir frá fyrirtækjum innan skynsamlegra marka og þess vegna ekki algengt að þær teljist til skattskyldra tekna,“ segir hún enn fremur. Það eru engar beinar tölur um hvort algengt sé að fólk greiði skatta af dýrum gjöfum. Þar sem gjafirnar eru yfirleitt innan þeirra viðmiða sem sett eru er ekki algengt að þær teljist til skattskyldra tekna.Óhætt er að segja að algengt sé að fólk slái saman í gjafir. Þegar slíkar gjafir eru innan skynsamlegra marka verður almennt ekki talið að um skattskyldar tekjur sé að ræða þótt verðmætið geti orðið töluvert.Þegar margir starfsmenn slá saman í eina dýra gjöf er litið á hana sem tækifærisgjöf. „Eins og áður segir eru engar fjárhæðir lögfestar um það hversu verðmætar tækifærisgjafir megi vera og þannig undanþegnar skattskyldu. Í lögum er vísað til þess sem „gengur og gerist“ í þessum efnum. Óhætt er að segja að algengt sé að fólk slái saman í stórafmælisgjafir, fermingargjafir og aðrar sambærilegar gjafir. Þegar slíkar gjafir eru innan skynsamlegra marka verður almennt ekki talið að um skattskyldar tekjur sé að ræða þótt verðmætið geti orðið töluvert.“ Benda má á að ýmis hlunnindi sem starfsmenn fá þarf að gefa upp til skatts. „Telja ber til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru. Á það t.d. við um fatnað, fæði, húsnæði, hvers konar fríðindi, greiðslur í vörum eða afurðum, svo og framlög og gjafir sé verðmætið hærra en almennt gerist um tækifærisgjafir. Þau gæði og hlunnindi, sem ekki hafa verið í krónum talin við afhendingu, skal meta til peningaverðs og telja þau til tekna á því verði. Skulu þau metin til tekna á gangverði eða markaðsverði á hverjum tíma nema við þau eigi sérstakt tekjumat, sbr. skattmat sem gefið er út árlega. Séu hlunnindi, eða annað sem telja ber til tekna, látin af hendi gegn greiðslu sem er lægri en skattmatið eða gangverðið skal telja mismuninn til tekna,“ segir Elín Alma. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Ákveðnar reglur gilda um gjafir og ýmsan viðurgjörning til starfsmanna. Gjafir teljast til skattskyldra tekna einstaklinga samkvæmt ákvæðum þar að lútandi. Undanskildar eru þó tækifærisgjafir, enda sé verðmæti þeirra ekki meira en gengur og gerist um slíkar gjafir. Engin ákveðin viðmiðunarfjárhæð er lögfest í þessu sambandi. Í skattmati sem gefið er út árlega kemur fram að ekki skuli telja til tekna ýmsan viðurgjörning til starfsmanna, enda standi hann öllum starfsmönnum launagreiðandans til boða og árlegur kostnaður nemi ekki hærri fjárhæð en 130.000 kr. á hvern starfsmann. Hér getur til dæmis verið um að ræða kostnað vegna árshátíðar, jólagleði, starfsmannaferða og annarra álíka viðburða. „Ríkisskattstjóri hefur ekki birt nein ákveðin fjárhæðarmörk sem verðmæti gjafa tæki mið af án þess að teljast til skattskyldra tekna viðkomandi, s.s. jólagjöf til starfsmanns. Litið hefur verið til framangreindrar fjárhæðar, þ.e. 130.000 kr., í heildstæðu mati á öllum viðurgjörningi til starfsmanna sem heimilt er að teljist ekki til skattskyldra tekna, þ.m.t. gjafir. Rétt er að taka fram að gjafir í beinhörðum peningum teljast alltaf til skattskyldra tekna launamanna,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, sviðsstjóri hjá RSK. „Jólagjafir mega því ekki fara yfir 130 þúsund á ári án þess að litið verði svo á að um skattskyldar tekjur sé að ræða. Peningagjafir teljast hins vegar ætíð til skattskyldra tekna starfsmanna og sama má segja um jólabónus. Ekki er talið algengt að jólagjafir til starfsmanna fari yfir þessa upphæð. Engar beinar tölur eru til um það en oftast nær eru gjafir frá fyrirtækjum innan skynsamlegra marka og þess vegna ekki algengt að þær teljist til skattskyldra tekna,“ segir hún enn fremur. Það eru engar beinar tölur um hvort algengt sé að fólk greiði skatta af dýrum gjöfum. Þar sem gjafirnar eru yfirleitt innan þeirra viðmiða sem sett eru er ekki algengt að þær teljist til skattskyldra tekna.Óhætt er að segja að algengt sé að fólk slái saman í gjafir. Þegar slíkar gjafir eru innan skynsamlegra marka verður almennt ekki talið að um skattskyldar tekjur sé að ræða þótt verðmætið geti orðið töluvert.Þegar margir starfsmenn slá saman í eina dýra gjöf er litið á hana sem tækifærisgjöf. „Eins og áður segir eru engar fjárhæðir lögfestar um það hversu verðmætar tækifærisgjafir megi vera og þannig undanþegnar skattskyldu. Í lögum er vísað til þess sem „gengur og gerist“ í þessum efnum. Óhætt er að segja að algengt sé að fólk slái saman í stórafmælisgjafir, fermingargjafir og aðrar sambærilegar gjafir. Þegar slíkar gjafir eru innan skynsamlegra marka verður almennt ekki talið að um skattskyldar tekjur sé að ræða þótt verðmætið geti orðið töluvert.“ Benda má á að ýmis hlunnindi sem starfsmenn fá þarf að gefa upp til skatts. „Telja ber til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru. Á það t.d. við um fatnað, fæði, húsnæði, hvers konar fríðindi, greiðslur í vörum eða afurðum, svo og framlög og gjafir sé verðmætið hærra en almennt gerist um tækifærisgjafir. Þau gæði og hlunnindi, sem ekki hafa verið í krónum talin við afhendingu, skal meta til peningaverðs og telja þau til tekna á því verði. Skulu þau metin til tekna á gangverði eða markaðsverði á hverjum tíma nema við þau eigi sérstakt tekjumat, sbr. skattmat sem gefið er út árlega. Séu hlunnindi, eða annað sem telja ber til tekna, látin af hendi gegn greiðslu sem er lægri en skattmatið eða gangverðið skal telja mismuninn til tekna,“ segir Elín Alma.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira