Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2018 10:30 WOW vonast til að ákvörðunin verði til þess að auka hagkvæmni rekstursins. Vísir/Vilhelm Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. Aðeins eru fimm mánuðir síðan áætlunarflug á flugleiðinni hófst. Flugfélagið tilkynnti í ágúst á síðasta ári að það hefði bætt við fjórum borgum í miðvesturhluta Bandaríkjanna á flugáætlun sína og var St. Louis þar á meðal. Var jómfrúarferðin farin í maí á þessu ári.Í tilkynningu á vef flugvallarins segir hins vegar að flugfélagið hafi tilkynnt flugvallaryfirvöldum að það myndi hætta að fljúga til St. Louis frá Íslandi frá og með 7. janúar næstkomandi.„Þetta eru vonbrigði þar sem viðbrögðin frá viðskiptavinum á St. Louis svæðinu voru sterk,“ segir í yfirlýsingu flugvallarins þar sem einnig segir að samkvæmt upplýsingum flugvallarins hafi flugleiðin til St. Louis gengið einna best af þeim fjórum sem Wow Air bætti við til miðvesturhluta Bandaríkjanna á síðasta ári.Wow Air hóf flug til St. Louis i maí.Vísir/VilhelmFelldu niður lendingargjöld og styrktu markaðsstarfÍ frétt staðarblaðsins St. Louis Post-Dispatch segir að yfirvöld, stofnanir og flugvöllurinn í St. Louis hafi boðið Wow Air 800 þúsund dollara, um 90 milljónir króna, í styrki til þess að markaðssetja flugleiðina auk þess sem að flugfélaginu var boðið að sleppa við að greiða lendingargjöld á Lambert-flugvelli fyrstu átján mánuðina og var sá styrkur talinn virði 392 þúsund dollara, um 44 milljóna króna.Í yfirlýsingu flugvallarins segir að þar sem Wow hafi ákveðið að hætta við flugið til St. Louis muni fjárstuðningur flugvallarins falla niður.Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins.Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Í dag var þó tilkynnt að Wow myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. Aðeins eru fimm mánuðir síðan áætlunarflug á flugleiðinni hófst. Flugfélagið tilkynnti í ágúst á síðasta ári að það hefði bætt við fjórum borgum í miðvesturhluta Bandaríkjanna á flugáætlun sína og var St. Louis þar á meðal. Var jómfrúarferðin farin í maí á þessu ári.Í tilkynningu á vef flugvallarins segir hins vegar að flugfélagið hafi tilkynnt flugvallaryfirvöldum að það myndi hætta að fljúga til St. Louis frá Íslandi frá og með 7. janúar næstkomandi.„Þetta eru vonbrigði þar sem viðbrögðin frá viðskiptavinum á St. Louis svæðinu voru sterk,“ segir í yfirlýsingu flugvallarins þar sem einnig segir að samkvæmt upplýsingum flugvallarins hafi flugleiðin til St. Louis gengið einna best af þeim fjórum sem Wow Air bætti við til miðvesturhluta Bandaríkjanna á síðasta ári.Wow Air hóf flug til St. Louis i maí.Vísir/VilhelmFelldu niður lendingargjöld og styrktu markaðsstarfÍ frétt staðarblaðsins St. Louis Post-Dispatch segir að yfirvöld, stofnanir og flugvöllurinn í St. Louis hafi boðið Wow Air 800 þúsund dollara, um 90 milljónir króna, í styrki til þess að markaðssetja flugleiðina auk þess sem að flugfélaginu var boðið að sleppa við að greiða lendingargjöld á Lambert-flugvelli fyrstu átján mánuðina og var sá styrkur talinn virði 392 þúsund dollara, um 44 milljóna króna.Í yfirlýsingu flugvallarins segir að þar sem Wow hafi ákveðið að hætta við flugið til St. Louis muni fjárstuðningur flugvallarins falla niður.Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins.Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Í dag var þó tilkynnt að Wow myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21
Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00