Handbolti

Fjölga liðum á HM í handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hassan Moustafa, forseti IHF, ætlar að bjóða upp á langt HM í heimalandi sínu.
Hassan Moustafa, forseti IHF, ætlar að bjóða upp á langt HM í heimalandi sínu. vísir/getty
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur ákveðið að fjölga liðunum á HM úr 24 í 32. Breytingin tekur gildi á HM árið 2021.

Hugmynd IHF-manna með þessari breytingu er að gefa fleiri þjóðum tækifæri og þá um leið reyna að auka áhugann á íþróttinni í fleiri löndum.

Margir hafa lýst yfir óánægju sinni með þessa breytingu og spyrja hvað áorkist eiginlega með því að bæta við liðum sem munu pottþétt tapa öllum sínum leikjum stórt.

Ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu og eflaust verður málið endurskoðað eftir HM 2021 sem fer fram í Egyptalandi sem er heimaland forseta IHF, Hassan Moustafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×