Viðskipti erlent

Strembið að hlaða nýja iPhone

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nýju iPhone-símarnir virðast hlaðast seint og illa.
Nýju iPhone-símarnir virðast hlaðast seint og illa. Youtube

Svo virðist sem erfitt sé að hlaða rafhlöðuna í nýjum snjallsímum Apple, iPhone XS og XS Max. Notendur hafa lýst því hvernig símarnir nema ekki rafmagnssnúrurnar með þeim afleiðingum að rafhlaðan hleðst seint og illa. Þetta eigi sérstaklega við þegar reynt er að hlaða símann þegar hann er ekki í notkun. Það þurfi jafnvel að „vekja hann“ svo að hleðslan byrji að seytla inn á rafhlöðuna.

Myndbandabloggarinn Lewis Hilsenteger greindi fyrst frá þessu vandamáli á laugardag. Erlendir miðlar, til að mynda breska ríkisútvarpið, hafa óskað eftir viðbrögðum frá Apple vegna málsins en án árangurs.

Hilsenteger nýtur töluverðra vinsælda í tækniheimum, en hann er með um 12 milljón fylgjendur á Youtube - þar sem hann birti umfjöllun sína um helgina. Í myndbandinu prófar hann að hlaða níu iPhone-síma með rafmagnssnúrum sem fylgdu með símunum.

Bloggarinn átti ekki í vandræðum með að hlaða iPhone X síma sem framleiddur var í fyrra. Sömu sögu var ekki að segja af nýju XS og XS Max-símunum. Flestir hlóðust aðeins þegar kveikt var á skjám þeirra og rafhlaða eins þeirra hlóðst alls ekki.

Sambærilegar kvartanir voru fyrirferðamiklar á spjallborðum Apple um helgina, sem og á samfélagsmiðlum að sögn breska ríkisútvarpsins.

Notendur hafa látið í veðri vaka að gallinn kunni að vera tengdur nýrri öryggisuppfærslu, sem gerði notendum kleift að gera innstungu símans óvirka þegar síminn hefur ekki verið í notkun í einhverja stund. Það er sagt geta komið í veg fyrir það að þjófar, hakkarar eða lögreglan geti nálgast gögn símans.


Tengdar fréttir

Aukið öryggi með iOS 12

Nýjasta stýrikerfið fyrir snjalltæki Apple, iOS 12, er komið út og hafa tæknimiðlar vestan hafs fjallað ítarlega um þær nýjungar sem finna má í stýrikerfinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.