Viðskipti erlent

Aukið öryggi með iOS 12

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Phil Schiller, varaforseti Apple, kynnir nýja iPhone-síma, þar á meðal hinn tröllvaxna iPhone XS Max.
Phil Schiller, varaforseti Apple, kynnir nýja iPhone-síma, þar á meðal hinn tröllvaxna iPhone XS Max. Vísir/AP

Nýjasta stýrikerfið fyrir snjalltæki Apple, iOS 12, er komið út og hafa tæknimiðlar vestan hafs fjallað ítarlega um þær nýjungar sem finna má í stýrikerfinu.

Sá eiginleiki sem hefur vakið mesta athygli er einfaldur. Kerfið er sagt auka hraða og afkastagetu snjalltækja Apple svo um munar. Þá býður stýrikerfið upp á svokallaða „Live Listen“ stillingu fyrir þráðlausu heyrnartólin AirPods sem eiga í raun að breyta heyrnartólunum í heyrnartæki.

Öryggi í stafrænum heimi hefur verið í deiglunni undanfarin misseri og eru nýir stillingarmöguleikar stýrikerfisins til þess gerðir að auka öryggi notenda. Hægt er að hafa flóknari lykilorð en í eldri stýrikerfum og krefjast SMS-skilaboða fyrir innskráningar.

Sé eigandi símans að nota sama lykilorð fyrir marga aðganga minnir stýrikerfið notandann á að það sé óöruggt og ráðleggur eigandanum að breyta lykilorði sínu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.