Nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi.
Guðmundur hafði í ágústbyrjun tilkynnt um framboð sitt. Í kvöld birti Guðmundur bloggfærslu þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að draga framboðið til baka.
Guðmundur segir ástæðu þess að hann dregur framboð sitt til baka vera þá að sex frambjóðendur sækist eftir formennsku.
„Sex frambjóðendur sækjast eftir formennsku og áherslur þeirra eru nokkuð ólíkar, sumir vilja halda áfram á svipaðri braut á meðan aðrir, ég þar á meðal, sækjast eftir umboði til að gera róttækar breytingar á áherslum og baráttuaðferðum,“ segir Guðmundur.
„En fjöldi frambjóðenda skapar hættu á að atkvæði dreifist mikið og ný forysta fái ekki skýrt umboð. Það kann jafnvel að fara svo að „róttæklingarnir“ í hópi frambjóðenda dreifi atkvæðunum svo á milli sín að „íhaldssamari“ frambjóðandi nái kjöri með minnihluta atkvæða.“
Guðmundur hvetur fólk til að skrá sig í samtökin og taka þátt í kosningnum.
Ennfremur hvetur hann kjósendur til að velja til forystu fólk sem tilbúið er að rugga bátnum og beita samtökunum af krafti fyrir neytendur.
Fréttin hefur verið uppfærð
Að vera eða vera ekki í framboði, það er spurningin. Reyndar ekki lengur - ég er hættur #neytendasamtökinhttps://t.co/AzNnF8NAye
— Guðmundur Hörður (@gudmundurhordur) October 1, 2018