Microsoft í samkeppni við Bose Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 11:09 Panos Panay, vörumerkjastjóri Microsoft, með nýju heyrnartólin. AP/Mary Altaffer Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1 Tækni Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1
Tækni Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira