Rukkað fyrir klósettferðir í Borgarfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2018 15:19 N1 áætlar að um 400 þúsund manns stoppi gagngert til að nýta sér salernin í versluninni í Borgarnesi. Aðsend Rafrænn aðgangur verður tekinn upp að salernum þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi. Ferðalangar sem ekki versla við N1 munu framvegis þurfa að greiða 100 krónur fyrir aðgang að salerninu. Búið er að koma upp sérstökum búnaði við innganginn að salerninu þar sem greitt er fyrir aðgang. Í tilkynningu frá N1 segir að salernin á stöðinni séu „eðli málsins samkvæmt hugsuð fyrir viðskiptavini N1,“ það er að segja þá sem versla sér þjónustu, mat eða aðrar vörur. Greiðandi viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir salernisnotkun. Aðrir munu þurfa að borga 100 krónur sem fyrr segir. Þar segir jafnframt að handhafar N1 korta og lykla fái þar að auki frítt á salernin, rétt eins og börn. „Mjög hefur færst í aukana að stórir hópar fólks sæki inn á þjónustöðina í Borgarnesi, eingöngu í því skyni að nýta salernin en reikna má með að það sé um 400.000 manns á hverju ári. Vegna þess hefur kostnaður við þrif, salernispappír, rafmagn og aðrar rekstrarvörur aukist mjög verulega án þess að nokkrar tekjur frá þessum hópum hafi komið á móti,“ segir í útskýringu N1.Borgað í Baulu Þjónustustöð N1 er þó ekki eina verslunin á þessum slóðum sem tekið hefur upp rafrænan aðgang að salernum. Það hefur að sama skapi verið gert í vegaversluninni Baulu í Borgarfirði. Þar greiða einstaklingar 300 krónur fyrir aðgang að salerninu en upphæðina geta þeir svo notað sem ákveðna „inneignarnótu“ í versluninni. Greiðandi viðskiptavinir Baulu þurfa þó ekki að borga fyrir klósettferðina. Í samtali við Vísi sagði talsmaður verslunarinnar að ástæðan fyrir gjaldtökunni væri sambærileg þeirri sem kemur fram í útskýringu N1. Það kosti að halda úti salernisaðstöðu og því verið brugðið á það ráð að innheimta gjald af þeim sem nýti sér salernin. Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Rafrænn aðgangur verður tekinn upp að salernum þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi. Ferðalangar sem ekki versla við N1 munu framvegis þurfa að greiða 100 krónur fyrir aðgang að salerninu. Búið er að koma upp sérstökum búnaði við innganginn að salerninu þar sem greitt er fyrir aðgang. Í tilkynningu frá N1 segir að salernin á stöðinni séu „eðli málsins samkvæmt hugsuð fyrir viðskiptavini N1,“ það er að segja þá sem versla sér þjónustu, mat eða aðrar vörur. Greiðandi viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir salernisnotkun. Aðrir munu þurfa að borga 100 krónur sem fyrr segir. Þar segir jafnframt að handhafar N1 korta og lykla fái þar að auki frítt á salernin, rétt eins og börn. „Mjög hefur færst í aukana að stórir hópar fólks sæki inn á þjónustöðina í Borgarnesi, eingöngu í því skyni að nýta salernin en reikna má með að það sé um 400.000 manns á hverju ári. Vegna þess hefur kostnaður við þrif, salernispappír, rafmagn og aðrar rekstrarvörur aukist mjög verulega án þess að nokkrar tekjur frá þessum hópum hafi komið á móti,“ segir í útskýringu N1.Borgað í Baulu Þjónustustöð N1 er þó ekki eina verslunin á þessum slóðum sem tekið hefur upp rafrænan aðgang að salernum. Það hefur að sama skapi verið gert í vegaversluninni Baulu í Borgarfirði. Þar greiða einstaklingar 300 krónur fyrir aðgang að salerninu en upphæðina geta þeir svo notað sem ákveðna „inneignarnótu“ í versluninni. Greiðandi viðskiptavinir Baulu þurfa þó ekki að borga fyrir klósettferðina. Í samtali við Vísi sagði talsmaður verslunarinnar að ástæðan fyrir gjaldtökunni væri sambærileg þeirri sem kemur fram í útskýringu N1. Það kosti að halda úti salernisaðstöðu og því verið brugðið á það ráð að innheimta gjald af þeim sem nýti sér salernin.
Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira