Körfubolti

Enginn Lebron James í slagnum um Englaborg

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Lebron James fylgdist með leiknum af hliðarlínunni
Lebron James fylgdist með leiknum af hliðarlínunni Vísir/Getty

NBA liðin eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og voru þrír æfingaleikir í nótt.

Lebron James lék ekki með Los Angeles Lakers er þeir mættu grönnum sínum úr Englaborg, Los Angeles Clippers.

Clippers unnu leikinn 103-87 og var Lou Williams stigahæstur hjá Clippers með 19 stig. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 15 stig.

Clippers hafa farið vel af stað á undirbúningstímabilinu og unnið alla þrjá leiki sína. Lakers hefur hins vegar tapað þremur og aðeins unnið einn.

Þá bar Memphis Grizzlies sigurorð af Indiana Pacers 109-104 og Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics 113-102

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.