Breyttar áherslur kalla á skipulagsbreytingar í Bláa lóninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2018 11:07 Hér ber að líta nýju framkvæmdastjórana. Aðsend Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa Lóninu og fer megin starfsemi þess nú fram innan þriggja kjarnasviða; viðskipta- og rekstrarsviðs, fjármála- og upplýsingatæknisviðs og þróunar- sölu- og markaðssviðs. Framkvæmdastjórar sviðanna þriggja verða Þórey G. Guðmundsdóttir, Helga Árnadóttir og Már Másson. Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að þau muni jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Bláa Lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni, lögmanni félagsins. Í tilkynningunni segir einnig að breytingarnar eigi að endurspegla „aukna áherslu á stafræna þróun og samþættingu í rekstri félagsins,“ en haft er eftir Grími Sæmundsen að einn af drifkröftum Bláa lónsins sé þessi vilji til breytinga. „Starfsmenn og stjórnendur Bláa Lónsins hafa náð frábærum árangri á undanförnu ári með opnun á nýju hóteli, veitingastöðum og upplifunarsvæði og áframhaldandi öflugum rekstri Bláa Lónsins,“ segir Grímur. „Á næstu misserum munum við fjárfesta frekar í upplýsingatækni og setja stóraukinn kraft í stafræna þróun, sölu og þjónustu við okkar viðskiptavini. Þá munum við einbeita okkur að því að samhæfa alla starfsemi okkar og tryggja að allir gangi í takt. Þessar breytingar miða einmitt að því.“ Meðfylgjandi upplýsingar um framkvæmdastjórana þrjá fylgja tilkynningunni:Þórey G. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðsÞórey G. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs Bláa Lónsins. Þórey hefur verið fjármálastjóri Bláa Lónsins síðan 2013. Áður starfaði Þórey hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum og uppgjöri félagsins og dótturfélaga á Íslandi. Hún var forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi Fjárfestingabanka 2004-2013. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þórey er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðsHelga Árnadóttir er framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins. Þróunar, sölu- og markaðssvið ber ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum félagins og leiðir stafræna vöruþróun Bláa Lónsins.Helga hóf störf hjá Bláa Lóninu í júní síðastliðnum en áður var hún framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2013 til 2018. Hún var fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á árunum 2008-2013. Áður gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair og var m.a. forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands og með MSc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík.Már Másson - framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðsMár Másson er framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Bláa Lónsins. Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa Lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið.Már hefur starfað hjá Bláa Lóninu frá því 2016 sem forstöðumaður markaðs- og mannauðssviðs félagsins. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra. Þá var hann forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum 2013-2016. Már er með B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn og MSc. gráðu í stjórnun frá USI í Lugano í Sviss. Vistaskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa Lóninu og fer megin starfsemi þess nú fram innan þriggja kjarnasviða; viðskipta- og rekstrarsviðs, fjármála- og upplýsingatæknisviðs og þróunar- sölu- og markaðssviðs. Framkvæmdastjórar sviðanna þriggja verða Þórey G. Guðmundsdóttir, Helga Árnadóttir og Már Másson. Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að þau muni jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Bláa Lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni, lögmanni félagsins. Í tilkynningunni segir einnig að breytingarnar eigi að endurspegla „aukna áherslu á stafræna þróun og samþættingu í rekstri félagsins,“ en haft er eftir Grími Sæmundsen að einn af drifkröftum Bláa lónsins sé þessi vilji til breytinga. „Starfsmenn og stjórnendur Bláa Lónsins hafa náð frábærum árangri á undanförnu ári með opnun á nýju hóteli, veitingastöðum og upplifunarsvæði og áframhaldandi öflugum rekstri Bláa Lónsins,“ segir Grímur. „Á næstu misserum munum við fjárfesta frekar í upplýsingatækni og setja stóraukinn kraft í stafræna þróun, sölu og þjónustu við okkar viðskiptavini. Þá munum við einbeita okkur að því að samhæfa alla starfsemi okkar og tryggja að allir gangi í takt. Þessar breytingar miða einmitt að því.“ Meðfylgjandi upplýsingar um framkvæmdastjórana þrjá fylgja tilkynningunni:Þórey G. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðsÞórey G. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs Bláa Lónsins. Þórey hefur verið fjármálastjóri Bláa Lónsins síðan 2013. Áður starfaði Þórey hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum og uppgjöri félagsins og dótturfélaga á Íslandi. Hún var forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi Fjárfestingabanka 2004-2013. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þórey er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðsHelga Árnadóttir er framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins. Þróunar, sölu- og markaðssvið ber ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum félagins og leiðir stafræna vöruþróun Bláa Lónsins.Helga hóf störf hjá Bláa Lóninu í júní síðastliðnum en áður var hún framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2013 til 2018. Hún var fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á árunum 2008-2013. Áður gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair og var m.a. forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands og með MSc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík.Már Másson - framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðsMár Másson er framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Bláa Lónsins. Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa Lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið.Már hefur starfað hjá Bláa Lóninu frá því 2016 sem forstöðumaður markaðs- og mannauðssviðs félagsins. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra. Þá var hann forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum 2013-2016. Már er með B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn og MSc. gráðu í stjórnun frá USI í Lugano í Sviss.
Vistaskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira