Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 13:54 VÍS stefnir á að sameina og loka útibúum. Vísir/Anton Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“ Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira