Körfubolti

Sú yngsta til að vera kosin best í lokaúrslitum WNBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breanna Stewart var kosin best.
Breanna Stewart var kosin best. Vísir/Getty

Seattle Storm liðið í nótt WNBA meistari í körfubolta eftir sannfærandi 98-82 sigur á Washington Mystics en Storm liðið vann lokaúrslitin 3-0.

Breanna Stewart var kosin besti leikmaður lokaúrslitanna en hún skoraði meðal annars 30 stig í leiknum í nótt og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.Breanna Stewart er bara 24 ára gömul og á sínu þriðja ári í deildinni en hún er sú yngsta sem er kosin best í lokaúrslitum WNBA.

Breanna Stewart var líka kosin besti leikmaður deildarkeppninnar þar sem hún var með 21,8 stig, 8,4 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.  Í úrslitakeppninni hækkaði hún meðalskor sitt upp í 24,6 stig í leik.Breanna Stewart varð fjórum sinnum bandarískur háskólameistari með liði Uconn áður en hún kom í WNBA-deildina og þekkir því fátt annað en að vinna.

Þetta er í þriðja sinn sem Seattle Storm verður WNBA-meistari og hin 37 ára gamli leikstjórnandi, Sue Bird, hefur verið með í þeim öllum. Hinir tveir unnust 2004 og 2010.  Bird var með 10 stig og 10 stoðsendingar í leiknum í nótt.

Natasha Howard var líka frábær með 29 stig og 14 fráköst og svo bætti Alysha Clark við 15 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum. Hin unga Jewell Loyd skoraði reyndar bara 6 stig í þessum leik en hún var stigahæst í fyrsta sigrinum með 23 stig.
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.