Viðskipti innlent

Guðlaugur leiðir sköpunarvinnu Íslensku auglýsingastofunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Aðalsteinsson hefur starfað hjá Brandenburg síðustu ár.
Guðlaugur Aðalsteinsson hefur starfað hjá Brandenburg síðustu ár. Mynd/Íslenska auglýsingastofan

Guðlaugur Aðalsteinsson hefur verið ráðinn til Íslensku auglýsingastofunnar og mun hann leiða sköpunarvinnu stofunnar. Hann hefur starfað hjá Brandenburg síðustu ár.



Í tilkynningu frá stofunni kemur fram að Guðlaugur sé 37 ára og með áralanga reynslu af auglýsingaheiminum. „Hann útskrifaðist árið 2005 með BA-gráðu í „Advertising & marketing communications“ frá Bournemouth University í Bretlandi og hefur síðan starfað m.a. sem hugmyndasmiður, viðskiptastjóri og birtingastjóri árin 2004–2009 á auglýsingastofunni Himinn & haf og hjá TBWA/Reykjavík. Hann var „Creative Director“ og markaðsráðgjafi hjá Vatikaninu auglýsingastofu 2009–2012 en undanfarin sex ár hefur hann starfað sem hugmyndasmiður og viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg.



Guðlaugur hefur unnið með mörgum þekktum vörumerkjum á borð við Coca-Cola, LazyTown, Thule, Sláturfélag Suðurlands, 10-11, Hámark, Kjörís, Þjóðleikhúsið, Íslandsbanka, Aktu-Taktu, Eldsmiðjuna, American Style, Sorpu, Nova, WOW air, Lyfju, Hörpu og Domino’s.



Hann hefur komið að og leitt fjölmörg verkefni sem unnið hafa til verðlauna og viðurkenninga á Lúðrinum íslensku auglýsingaverðlaununum, FÍT, ACD*E og ISWA. Einnig hefur verið fjallað um verk hans í Adweek og Shots magazine. Þá hefur Guðlaugur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um hugmyndavinnu og skapandi hugsun, meðal annars hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík Letterpress og víðar,“ segir í tilkynningunni.



Guðlaugur er giftur Kristínu Tómasdóttur rithöfundi og eiga þau þrjú börn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×