Körfubolti

Russell Westbrook gekkst undir hnéaðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Vísir/Getty

Russell Westbrook lagðist á skurðarborðið rétt rúmum mánuði fyrir fyrsta leik á NBA-tímabilinu.

Westbrook lét hreinsa á sér hægra hnéð og upphafi tímabilsins er nú í smá hættu.

Russell Westbrook mun ekki taka þátt í undirbúningstímabilinu með Oklahoma City Thunder og það er óvíst hvort hann verði með liðinu í fyrsta leik tímabilsins á móti Golden State Warriors 16. október.

Oklahoma City Thunder mun meta stöðuna á ný eftir fjórar vikur og þá kemur í ljós hvort Westbrook nái þessum fyrsta leik tímabilsins. Hann mun í það minnsta ekki flýta sér til baka.Westbrook hafði kvartað undan stífleika í hægra hnénu undanfarna viku í einstaklingsæfingum hjá Oklahoma City Thunder.

Það var ákveðið að senda hann í speglun og láta hreinsa hnéð. Annars hefði hann eflaust þurft að spila í gegnum þessi óþægindi allt komandi tímabili.

Westbrook hefur áður glímt við meiðsli á hægra hnénu en hann reif liðþófann eftir brot Patrick Beverley í úrslitakeppninni 2013. Westbrook gekkst þá undir þrjár hnéaðgerðir á níu mánaða kafla en náði sér loks góðum.

Síðan eru liðin fjögur og hálft ár. Russell Westbrook hefur á þeim tíma verið kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og er búinn að vera með þrefalda tvennu að meðaltali undanfarin tvö tímabil.

Russell Westbrook var með 25,4 stig, 10,1 frákast og 10,3 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabilið og MVP-tímabilið á undan var hann með 31,6 stig, 10,7 fráköst og 10,4 stoðsendingar í leik.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.