Handbolti

Aron Rafn varði vel í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Rafn í markinu hjá ÍBV á síðustu leiktíð.
Aron Rafn í markinu hjá ÍBV á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm
Aron Rafn Eðvarðsson lék sinn fyrsta leik fyrir HSV Hamburg í þýsku B-deildinni í handbolta er liðið tapaði í spennutrylli gegn HC Rhein Vikings, 27-25.

Aron Rafn hefur verið að glíma við meiðsli frá því að hann gekk í raðir liðsins í sumar en hann kemur til liðsins frá þreföldum meisturum ÍBV.

Aron Rafn var sjóðheitur í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og spilaði stóra rullu í vegferð ÍBV að Íslandsmeistaratitlinum. Hann varði afar vel í úrslitarimmunni gegn FH en ákvað flytja sig yfir til Þýskaland.

Jafnræði var með liðunum og Víkingarnir leiddu í hálfleik 14-13. Það var mikil spenna í síðari hálfleik og Hamburgar-menn voru meðal annars yfir um tíma. Lokatölur urðu tveggja marka sigur Rhein Vikings, 27-25.

Aron Rafn stóð í marki Hamburg nær allan leikinn og varði ágætlega en samkvæmt tölfræði þýska sambandsins varði Aron Rafn tíu bolta í markinu.

Hamburg er enn án stiga eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni en þeir komu upp úr C-deildinni eftir síðasta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×