Handbolti

Aron Rafn varði vel í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Rafn í markinu hjá ÍBV á síðustu leiktíð.
Aron Rafn í markinu hjá ÍBV á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm

Aron Rafn Eðvarðsson lék sinn fyrsta leik fyrir HSV Hamburg í þýsku B-deildinni í handbolta er liðið tapaði í spennutrylli gegn HC Rhein Vikings, 27-25.

Aron Rafn hefur verið að glíma við meiðsli frá því að hann gekk í raðir liðsins í sumar en hann kemur til liðsins frá þreföldum meisturum ÍBV.

Aron Rafn var sjóðheitur í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og spilaði stóra rullu í vegferð ÍBV að Íslandsmeistaratitlinum. Hann varði afar vel í úrslitarimmunni gegn FH en ákvað flytja sig yfir til Þýskaland.

Jafnræði var með liðunum og Víkingarnir leiddu í hálfleik 14-13. Það var mikil spenna í síðari hálfleik og Hamburgar-menn voru meðal annars yfir um tíma. Lokatölur urðu tveggja marka sigur Rhein Vikings, 27-25.

Aron Rafn stóð í marki Hamburg nær allan leikinn og varði ágætlega en samkvæmt tölfræði þýska sambandsins varði Aron Rafn tíu bolta í markinu.

Hamburg er enn án stiga eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni en þeir komu upp úr C-deildinni eftir síðasta tímabil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.