Handbolti

Síðasta tímabil Alfreðs hefst á sigri

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Alfreð er á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Kiel
Alfreð er á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Kiel Getty

Alfreð Gíslason hóf formlega sitt síðasta tímabil sem þjálfari Kiel í dag er þýska stórliðið hóf leik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Liðið mætti Die Eulen Ludwigshafen en þeir höfðu tapað fyrsta leik sínum.
 
Ludwigshafen var ekki mikil fyrirstaða fyrir Kiel, og fóru lærisveinar Alfreðs nokkuð þægilega í gegnum fyrstu prófraunina.

Lukas Nilsson og Niclas Ekberg voru markahæstir hjá Kiel en þeir skoruðu báðir sex mörk.

FH-ingurinn ungi, Gísli Þorgeir Kristjánsson er samningsbundinn Kiel en hann var ekki með þýska stórliðinu í dag. Gísli er að jafna sig eftir meiðsli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.