Körfubolti

Körfuboltalandsliðið 20 stigum undir í hálfleik en vann samt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craig stýrir íslensku skútunni.
Craig stýrir íslensku skútunni. vísir/ernir

Íslenska landsliðið í körfubolta vann tveggja stiga sigur, 71-69, á Noregi í vináttulandsleik en leikið var í Bergen í kvöld.

Liðin mætast aftur á morgun en í íslenska liðinu voru einungis þeir leikmenn sem spila með íslenskum liðum voru gjaldgengir í þennan landsliðsglugga.

Noregur var 45-25 yfir í hálfleik en íslensku strákarnir unnu seinni hálfleik 46-24 og þar með leikinn 71-69.

Ólafur Ólafsson skoraði 19 stig og var valinn maður leiksins. Haukur Óskarsson næststigahæstur í fyrsta landsleiknum sínum með 13 stig en hann skaut 14 sinnum á þeim 15 mínútum sem hann spilaði.

Fimm leikmenn voru að spila sinn fyrsta landsleik í þessum leik í Bergen.

Collin Pryor með 10 stig í fyrsta landsleiknum og Danero Thomas skoraði 8 stig. Mikill munur var þó á framlagi þeirra, Pryor var með +18 en -1 hjá Danero.

Alla tölfræðina úr leiknum má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.