Íslenski boltinn

Hvert mark FH á móti KR í kvöld var í raun tveggja marka virði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafnfirðingar fagna marki fjögur í kvöld.
Hafnfirðingar fagna marki fjögur í kvöld. vísir/daníel

FH-ingar unnu 4-0 sigur á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en það er eins og þeir hafi unnið Vesturbæinga 8-0.

KR var þremur stigum og tíu mörkum (í markatölu) á undan FH fyrir leikinn í baráttunni um fjórða og síðasta Evrópusætið.

FH-liðið jafnaði KR að stigum með þessum stórsigri (bæði nú með 30 stig) og minnkaði markamuninn einnig niður í tvö mörk.

Hvert mark FH í kvöld var í raun tveggja marka virði þegar kemur að markatölu liðanna.

Markatala KR fyrir leikinn var 29-17 eða +12. Markatala KR eftir leikinn er 29-21 eða +8.

Markatala FH fyrir leikinn var 28-26 eða +2. Markatala FH eftir leikinn er 32-26 eða +6.

Liðin eiga nú þrjá leiki eftir og það er ljóst að það stefnir í æsispennandi baráttu milli þeirra um fjórða sæti Pepsi-deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.