Fótbolti

Sif: Ég get ekki hætt svona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar
Sif Atladóttir er einn okkar reyndasti varnarmaður
Sif Atladóttir er einn okkar reyndasti varnarmaður vísir/daníel

Ísland fer ekki á HM 2019 eftir jafntefli við Tékka í lokaleik undankeppninnar í dag. Sif Atladóttir var að vonum vonsvikin eftir leik.

„Svekk maður, vá hvað ég er svekkt,“ voru fyrstu viðbrögð Sifjar strax að leik loknum. Ísland gerði 1-1 jafntefli sem dugði ekki til að vera eitt af fjórum bestu liðunum í öðru sæti og því komst liðið ekki í umspil.

Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í dag þrátt fyrir skot í stöng og slá og misnotaða vítaspyrnu.

„Við mættum bara ekki alveg í fyrri hálfleikinn og það er bara ógeðslega dýrt á þessu augnabliki.“

„Svona er þetta, hann fór ekki inn í dag því miður. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, þetta var flott víti hjá Söru en markmaðurinn gerir vel og svona er þetta.“

Sif er einn af reynsluboltum íslenska liðsins en hún segist ekki vera tilbúin í að kveðja liðið alveg strax.

„Við skoðum það. Ég get ekki hætt svona, ég þarf bara að taka spjall við fjölskylduna og svona,“ sagði Sif Atladóttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.