Handbolti

Átján íslensk mörk í Þýskalandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón Valur fagnar marki í Ofurbikarnum fyrr á tímabilinu.
Guðjón Valur fagnar marki í Ofurbikarnum fyrr á tímabilinu. vísir/gety

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson skoruðu sex mörk hvor fyrir Rhein-Neckar Löwen í öruggum átta marka sigri á Melsungen í þýsku Bundesligunni í handbolta.

Rhein-Neckar var með fjögurra marka forsytu í hálfleik. Sigur þeirra var í raun aldrei í hættu frá því þeir komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Mestur var munurinn tíu mörk í seinni hálfleik.

Arnór Þór Gunnarsson heldur áfram að fara mikinn í liði Bergischer. Hann skoraði sex mörk í níu marka sigri þeirra á Erlangen. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Erlangen.

Rhein-Neckar er ósigrað eftir þrjá leiki líkt og Flensburg-Handewitt og Magdeburg. Bergischer hefur líka spilað þrjá leiki, unnið tvo og tapað einum. Erlangen hefur unnið einn og tapað einum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.