Handbolti

Markvörður með yfir 100 landsleiki til Akureyrar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Við undirskriftina í dag
Við undirskriftina í dag mynd/ahf

Akureyri heldur áfram að safna leikmönnum fyrir átökin í Olís deild karla. Liðið samdi við markvörð með yfir 100 A-landsleiki í dag.

Markvörðurinn Marius Aleksejev skrifaði undir eins árs samning við Akureyri í dag. Hann er 36 ára gamall og á 102 A-landsleiki fyrir Eistland.

Mariues hefur spilað í heimalandinu, í Sviss og Finnlandi. Hann lék í þýsku C-deildinni á síðasta tímabili.

Akureyri er nýliði í Olís deildinni þennan veturinn og byrjar á stórleik, grannaslag gegn KA á mánudag.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.