Körfubolti

Gömlu Boston Celtics liðfélagarnir enn í fýlu út í Ray Allen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ray Allen með Paul Pierce og Kevin Garnett meðan allt lék í lyndi.
Ray Allen með Paul Pierce og Kevin Garnett meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty

Körfuboltamaðurinn Ray Allen er á leiðinni í Heiðurshöllina í kvöld en það hefur vakið furðu margra að gömlu liðsfélagar hans úr Boston Celtics vilja ennþá ekkert með hann hafa.

Ray Allen varð NBA-meistari með mönnum eins og Paul Pierce, Kevin Garnett, Rajon Rondo og Kendrick Perkins. Saman mynduðu þeir frábært lið en þegar Kevin Garnett og Ray Allen komu til Boston fyrir 2007-2008 tímabilið varð til rosalegt lið.

Boston liðið vann NBA-titilinn 2008 og komst síðan aftur í lokaúrslitin tveimur árum síðar. Sumarið 2012 hafnaði Ray Allen 12 milljóna tilboði frá Boston fyrir tvö ár en gerði þess í stað þriggja ára samning við Miami Heat þar sem hann fékk undir tíu milljónir dollara.

Liðsfélagar hans í Boston Celtics litu á Ray Allen í framhaldinu sem svikara en Allen varð síðan NBA-meistari á fyrsta tímabili sínu með Miami Heat.

Ray Allen verður eins og áður sagði tekinn inn í Heiðurshöllina í kvöld en hann var í viðtali við Rachel Nichols á ESPN þar sem hann sagði frá því að gömli liðfélagarnir úr Boston Celtics vilji ennþá ekkert með hann hafa.

Það verður sem dæmi Reggie Miller sem kynnir hann á hátíðinni í kvöld en þeir spiluðu aldrei saman. Miller var hinsvegar mikil þriggja stiga skytta eins og Allen og Ray Allen sló bæði met Reggie yfir flesta þrista í bæði deildarkeppni og úrslitakeppni.

Brot úr þessu viðtali við Ray Allen í þættinum Jump á ESPN má sjá hér fyrir neðan.Ray Allen viðurkennir þarna að þetta hafi haft áhrif á hann en hann ætli bara að einblína á það að njóta stundarinnar í kvöld.

Það er hefð fyrir því að gamlir liðsfélagar fagni því með mönnum þegar þeir eru teknir inn í Heiðurshöllina en það eru engar líkur á því að Paul Pierce, Kevin Garnett eða Rajon Rondo verði á svæðinu í kvöld.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.