Handbolti

Halldór Jóhann: Þurfum að spila betur en við gerðum úti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport

FH mætir króatíska liðinu RK Dubrava á morgun í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni EHF bikarsins í handbolta.

FH vann fyrri leikinn ytra 29-33 og er því í vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn í Kaplakrika.

„Þetta verður mjög erfitt. Þó við séum með fjögurra marka forystu þá þurfum við að spila jafn vel, ef ekki betur, heima,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

FH var nálægt því að tryggja sig í riðlakeppni EHF bikarsins á síðustu leiktíð en eitt útivallarmark varð þeim að falli.

„Þetta gefur liðinu mikið, að taka þátt í Evrópukeppni, og það væri frábært að komast áfram í næstu umferð og fá Benfica.“

„Við erum með mjög breytt lið, erum búnir að missa fjóra leikmenn út í atvinnumennsku og búnir að fá að mestu leiti unga og efnilega leikmenn inn í staðinn.“

„Það er búinn að vera góður gangur á þessu hjá okkur og vonandi heldur hann áfram.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.