Íslenski boltinn

Njarðvík nánast öruggir áfram í Inkasso-deildinni eftir sigur á Magna

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Njarðvík unnu mikilvægan sigur í dag
Njarðvík unnu mikilvægan sigur í dag

Njarðvíkingar unnu mikilvægan sigur á Magna á heimavelli í dag, 2-1. Með sigrinum er Njarðvík nánast öruggt frá falli úr Inkasso-deildinni.

Njarðvíkingar byrjuðu af krafti og Arnór Björnsson kom þeim yfir strax á 11. mínútu.

Kenneth Hogg tvöfaldaði svo forystu Njarðvíkur á 26. mínútu og brekkan orðin brött fyrir Magna.

Pawel Grudzinski varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 86. mínútu og kveikti það líflínu fyrir norðanmenn.

Lengra komust þeir hins vegar ekki og lokatölur 2-1 sigur Njarðvíkinga.

Með sigrinum tryggði Njarðvík nánast sæti sitt áfram í Inkasso-deildinni en þeir eru sex stigum frá fallsæti er tvær umferðir eru eftir.

Brekkan er hins vegar orðin ansi brött fyrir Magna en þeir eru fimm stigum frá öruggu sæti á botni deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.