Erlent

Boris Johnson hafi gengið of langt með sprengjuvestis-ummælum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Boris Johnson kemst í klípu vegna orðavals.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Boris Johnson kemst í klípu vegna orðavals. Vísir/getty

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að Theresa May, forsætisráðherra landsins, hefði sett stjórnarskrána í sprengjubelti með Brexit-áætlun sinni. Johnson greip til þessa litríka myndmáls í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Mail on Sunday. Íhaldsmenn eru síður en svo hrifnir af orðavali Johnsons og segja hann hafa gengið fram af bresku þjóðinni.

Ráðherra í ríkisstjórn May sagði pistil Johnsons marka viðbjóðslegt augnablik í stjórnmálasögunni. Honum hefur verið sagt að þroskast og þá hafa aðrir farið fram á hófstilltara orðaval af hálfu Johnsons. Sky News greinir frá þessu.

Bretland fer úr Evrópusambandinu 29. mars árið 2019 en Brexit-áætlun forsætisráðherrans hafa valdið miklu fjaðrafoki. Johnson sagði af sér sem utanríkisráðherra landsins 9. júlí síðastliðinn.

Johnson sagði í pistli sínum að Evrópusambandið væri með yfirgang gagnvart Bretlandi. Hann undraðist aum viðbrögð landa sinna við þróun mála í viðræðum um útgöngu. Hann sagði Evrópusambandið hafa fengið allt sem það hefur viljað hingað til út úr viðræðunum. „Þetta er niðurlæging“.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.