Handbolti

Tíu marka sigur Vignis og félaga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vignir í eldlínunni.
Vignir í eldlínunni. vísir/getty

Vignir Svavarsson hafði betur gegn Rúnari Kárasyni í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Vignir spilar fyrir Holstebro sem tók á móti Ribe-Esbjerg í kvöld. Holstebro vann öruggan tíu marka sigur þar sem Vignir skoraði tvö mörk.

Rúnar náði ekki að komast á blað í liði Ribe-Esbjerg þrátt fyrir fimm skot á markið.

Sigur Holstebro var í raun aldrei í hættu og var staðan 16-10 í hálfleik. Lokatölur urðu 34-24 fyrir Holstebro.

Holstebro er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki eins og GOG. Ribe-Esbjerg er með tvö stig eftir þrjá leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.