Krónan og íbúðir í stað N1 við Ægisíðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 20:00 Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni. Gengið verður endanlega frá kaupunum á morgun þegar N1 greiðir fyrir Festi en kaupverðið nemur rúmum 24 milljörðum króna. Festi rekur verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elko auk vöruhótelsins Bakkans. Við samrunann fara verslanirnar undir N1 og verður heiti móðurfélagsins Festi. Verður það skráð undir þeim merkjum í Kauphöllinni. Forstjóri N1 segir að rekstur Krónunnar og N1 verði samþættur. „Það verða N1 dælur fyrir utan Krónubúðir á einhverjum stöðum en á öðrum stöðum verða Krónubúðir, eða svokallaðar KR búðir, á N1 stöðvum. Við sjáum mikil tækifæri bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni," segir Eggert Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/ernirFesti hefur áður sótt um að setja upp bensíndælur hjá Krónubúðum en umsókninni verið hafnað af borgaryfirvöldum. Eggert segir að bensíndælum verði ekki fjölgað heldur færðar, fáist leyfi til. Enda var það meðal skilyrða Samkeppniseftirlitsins fyrir samrunanum að N1 selji frá sér stöðvar. Hugmyndin nú er til dæmis að fjarlægja stöðina sem er við Ægisíðu og færa hana fyrir utan Krónuna á Fiskislóð. Á lóðinni við Ægisíðu kæmi í staðinn Krónuverslun og íbúðarhúsnæði. Ljóst er að þróunin er í þessa átt þar sem mögulegur samruni Haga og Olís er í rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu. Eggert telur framtíðina felast í samþættingu sem þessari. „McKinsey skýrslan sem var gefin út 2011-2012 sýndi að það eru of margir fermetrar í verslun og þjónustu á Íslandi og við teljum okkur með þessu geta samnýtt þessa fermetra og aukið hagræðingu og þar af leiðandi boðið upp á betra verð og betri þjónusu fyrir okkar viðskiptavini," segir Eggert.Eru þetta Costco áhrifin? „Nei, við fórum nú af stað með þessa hugmynd í desember 2015 áður en Costco umræðan byrjaði. Þannig að þetta tengist því nú ekki en auðvitað er erlend verslun samkeppni, eins og Elko sem við erum að kaupa er í mikilli samkeppni á netinu. Þannig að ég held að markaðssvæðið sé svolítið orðið heimurinn þrátt fyrir að við búum á þessari eyju," segir Eggert.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira