Formúla 1

Gasly tekur við af Ricciardo hjá Red Bull

Bragi Þórðarson skrifar
Verstappen og Gasly verða liðsfélagar á næsta tímabili
Verstappen og Gasly verða liðsfélagar á næsta tímabili Vísir/Getty

Frakkinn Pierre Gasly mun taka sæti Daniel Ricciardo hjá Red Bull á næsta tímabili í Formúlu 1. Ricciardo skrifaði undir samning við Renault fyrr í sumar.

Gasly hefur ekið með dótturliðið Red Bull, Toro Rosso, á þessu ári með góðum árangri og náði hann meðal annars fjórða sætinu í Barein kappakstrinum.

Frakkinn er einungis 22 ára gamall og verður Red Bull því með afar ungt lið, þar sem Max Verstappen er einungis tvítugur.

„Red Bull hafa alltaf barist um sigra og titla og það er það sem ég vill,“ sagði Gasly.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.