Stjörnurnar yfirgefa þýsku deildina sem er ekki lengur sögð sú besta í heimi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. ágúst 2018 13:00 Nikola Karabatic var einn af þeim fyrstu sem fór fyrir tæpum áratug. vísir/getty Þýski handboltinn hefst í kvöld þegar að Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen mæta bikarmeisturum Flensburg í leiknum um meistara meistaranna en þar verða Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í eldlínunni með Ljónunum. Deildin sjálf hefst svo um helgina en hún stendur á ákveðnum tímamótum því í fyrsta sinn í 22 ár verður enginn franskur leikmaður í þýsku 1. deildinni í handbolta sem hefur verið og markaðssett sig sem sterkustu deild í heimi. Leikstjórnandinn Kentin Mahé var síðasti Frakkinn til að yfirgefa þýska boltann en hann er nú farinn til Veszprém í Ungverjalandi. Fjallað er ítarlega um þessi tímamót á frönsku handboltasíðunni HandNews.fr þar sem efast er um að þýska deildin geti áfram kallast sú sterkasta í heimi.Die Handball Bundesliga geht wieder los. Morgen -> SuperCup in Düsseldorf: Löwen - Flensburg Endlich startet sie wieder , die stärkste Liga der Welt ALLE Spiele live auf SKY #dkbhbl#skyhandballpic.twitter.com/EFzKZIqyB2 — Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) August 21, 2018 Franska deildin virðist vera að taka yfir en þrjú frönsk lið voru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Til marks um fall þýsku liðanna í Meistaradeildinni hefur aðeins eitt þeirra, Kiel, komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Tvö undanfarin tímabil hefur ekkert þýskt lið komist í Final Four í Meistaradeildinni en þýsku liðin unnu keppnina fimm sinnum á átta árum frá 2007-2014 og voru þá reglulega tvö lið frá Þýskalandi í undanúrslitum. „Þetta eru ekki bara Frakkarnir. Slóvenarnir fjölmenna ekki lengur til Þýskalands og og bestu Króatarnir eru ekki heldur þar fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýskaland er ekki fyrsta val bestu handboltamanna heims lengur,“ segir franski handboltasérfræðingurinn François-Xavier Houlet. Þýska deildin missti mikið af stjörnum í sumar. Svíinn Kim Ekdahl du Rietz og Daninn Henrik Toft Hansen fóru til PSG frá Löwen og Flensburg, Rene Toft Hansen fór frá Kiel til Veszprém en þangað fóru einnig Kentin Mahé og Petar Nenadic. „Áður fyrr fóru allir bestu leikmennirnir eins og Jackson Richardson, Talant Dujshebaev, Daniel Narcisse, Nikola Karabatic, Momir Ilic og Filip Jicha til Þýskalands en þeir dagar eru taldir,“ sagði í grein Handball Woche um stjörnumissinn úr þýsku deildinni. Handbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Þýski handboltinn hefst í kvöld þegar að Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen mæta bikarmeisturum Flensburg í leiknum um meistara meistaranna en þar verða Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í eldlínunni með Ljónunum. Deildin sjálf hefst svo um helgina en hún stendur á ákveðnum tímamótum því í fyrsta sinn í 22 ár verður enginn franskur leikmaður í þýsku 1. deildinni í handbolta sem hefur verið og markaðssett sig sem sterkustu deild í heimi. Leikstjórnandinn Kentin Mahé var síðasti Frakkinn til að yfirgefa þýska boltann en hann er nú farinn til Veszprém í Ungverjalandi. Fjallað er ítarlega um þessi tímamót á frönsku handboltasíðunni HandNews.fr þar sem efast er um að þýska deildin geti áfram kallast sú sterkasta í heimi.Die Handball Bundesliga geht wieder los. Morgen -> SuperCup in Düsseldorf: Löwen - Flensburg Endlich startet sie wieder , die stärkste Liga der Welt ALLE Spiele live auf SKY #dkbhbl#skyhandballpic.twitter.com/EFzKZIqyB2 — Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) August 21, 2018 Franska deildin virðist vera að taka yfir en þrjú frönsk lið voru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Til marks um fall þýsku liðanna í Meistaradeildinni hefur aðeins eitt þeirra, Kiel, komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Tvö undanfarin tímabil hefur ekkert þýskt lið komist í Final Four í Meistaradeildinni en þýsku liðin unnu keppnina fimm sinnum á átta árum frá 2007-2014 og voru þá reglulega tvö lið frá Þýskalandi í undanúrslitum. „Þetta eru ekki bara Frakkarnir. Slóvenarnir fjölmenna ekki lengur til Þýskalands og og bestu Króatarnir eru ekki heldur þar fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýskaland er ekki fyrsta val bestu handboltamanna heims lengur,“ segir franski handboltasérfræðingurinn François-Xavier Houlet. Þýska deildin missti mikið af stjörnum í sumar. Svíinn Kim Ekdahl du Rietz og Daninn Henrik Toft Hansen fóru til PSG frá Löwen og Flensburg, Rene Toft Hansen fór frá Kiel til Veszprém en þangað fóru einnig Kentin Mahé og Petar Nenadic. „Áður fyrr fóru allir bestu leikmennirnir eins og Jackson Richardson, Talant Dujshebaev, Daniel Narcisse, Nikola Karabatic, Momir Ilic og Filip Jicha til Þýskalands en þeir dagar eru taldir,“ sagði í grein Handball Woche um stjörnumissinn úr þýsku deildinni.
Handbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira