Stjörnurnar yfirgefa þýsku deildina sem er ekki lengur sögð sú besta í heimi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. ágúst 2018 13:00 Nikola Karabatic var einn af þeim fyrstu sem fór fyrir tæpum áratug. vísir/getty Þýski handboltinn hefst í kvöld þegar að Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen mæta bikarmeisturum Flensburg í leiknum um meistara meistaranna en þar verða Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í eldlínunni með Ljónunum. Deildin sjálf hefst svo um helgina en hún stendur á ákveðnum tímamótum því í fyrsta sinn í 22 ár verður enginn franskur leikmaður í þýsku 1. deildinni í handbolta sem hefur verið og markaðssett sig sem sterkustu deild í heimi. Leikstjórnandinn Kentin Mahé var síðasti Frakkinn til að yfirgefa þýska boltann en hann er nú farinn til Veszprém í Ungverjalandi. Fjallað er ítarlega um þessi tímamót á frönsku handboltasíðunni HandNews.fr þar sem efast er um að þýska deildin geti áfram kallast sú sterkasta í heimi.Die Handball Bundesliga geht wieder los. Morgen -> SuperCup in Düsseldorf: Löwen - Flensburg Endlich startet sie wieder , die stärkste Liga der Welt ALLE Spiele live auf SKY #dkbhbl#skyhandballpic.twitter.com/EFzKZIqyB2 — Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) August 21, 2018 Franska deildin virðist vera að taka yfir en þrjú frönsk lið voru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Til marks um fall þýsku liðanna í Meistaradeildinni hefur aðeins eitt þeirra, Kiel, komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Tvö undanfarin tímabil hefur ekkert þýskt lið komist í Final Four í Meistaradeildinni en þýsku liðin unnu keppnina fimm sinnum á átta árum frá 2007-2014 og voru þá reglulega tvö lið frá Þýskalandi í undanúrslitum. „Þetta eru ekki bara Frakkarnir. Slóvenarnir fjölmenna ekki lengur til Þýskalands og og bestu Króatarnir eru ekki heldur þar fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýskaland er ekki fyrsta val bestu handboltamanna heims lengur,“ segir franski handboltasérfræðingurinn François-Xavier Houlet. Þýska deildin missti mikið af stjörnum í sumar. Svíinn Kim Ekdahl du Rietz og Daninn Henrik Toft Hansen fóru til PSG frá Löwen og Flensburg, Rene Toft Hansen fór frá Kiel til Veszprém en þangað fóru einnig Kentin Mahé og Petar Nenadic. „Áður fyrr fóru allir bestu leikmennirnir eins og Jackson Richardson, Talant Dujshebaev, Daniel Narcisse, Nikola Karabatic, Momir Ilic og Filip Jicha til Þýskalands en þeir dagar eru taldir,“ sagði í grein Handball Woche um stjörnumissinn úr þýsku deildinni. Handbolti Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Þýski handboltinn hefst í kvöld þegar að Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen mæta bikarmeisturum Flensburg í leiknum um meistara meistaranna en þar verða Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í eldlínunni með Ljónunum. Deildin sjálf hefst svo um helgina en hún stendur á ákveðnum tímamótum því í fyrsta sinn í 22 ár verður enginn franskur leikmaður í þýsku 1. deildinni í handbolta sem hefur verið og markaðssett sig sem sterkustu deild í heimi. Leikstjórnandinn Kentin Mahé var síðasti Frakkinn til að yfirgefa þýska boltann en hann er nú farinn til Veszprém í Ungverjalandi. Fjallað er ítarlega um þessi tímamót á frönsku handboltasíðunni HandNews.fr þar sem efast er um að þýska deildin geti áfram kallast sú sterkasta í heimi.Die Handball Bundesliga geht wieder los. Morgen -> SuperCup in Düsseldorf: Löwen - Flensburg Endlich startet sie wieder , die stärkste Liga der Welt ALLE Spiele live auf SKY #dkbhbl#skyhandballpic.twitter.com/EFzKZIqyB2 — Stefan Kretzschmar (@73Kretzschmar) August 21, 2018 Franska deildin virðist vera að taka yfir en þrjú frönsk lið voru í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Til marks um fall þýsku liðanna í Meistaradeildinni hefur aðeins eitt þeirra, Kiel, komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin fjögur ár. Tvö undanfarin tímabil hefur ekkert þýskt lið komist í Final Four í Meistaradeildinni en þýsku liðin unnu keppnina fimm sinnum á átta árum frá 2007-2014 og voru þá reglulega tvö lið frá Þýskalandi í undanúrslitum. „Þetta eru ekki bara Frakkarnir. Slóvenarnir fjölmenna ekki lengur til Þýskalands og og bestu Króatarnir eru ekki heldur þar fyrir utan nokkrar undantekningar. Þýskaland er ekki fyrsta val bestu handboltamanna heims lengur,“ segir franski handboltasérfræðingurinn François-Xavier Houlet. Þýska deildin missti mikið af stjörnum í sumar. Svíinn Kim Ekdahl du Rietz og Daninn Henrik Toft Hansen fóru til PSG frá Löwen og Flensburg, Rene Toft Hansen fór frá Kiel til Veszprém en þangað fóru einnig Kentin Mahé og Petar Nenadic. „Áður fyrr fóru allir bestu leikmennirnir eins og Jackson Richardson, Talant Dujshebaev, Daniel Narcisse, Nikola Karabatic, Momir Ilic og Filip Jicha til Þýskalands en þeir dagar eru taldir,“ sagði í grein Handball Woche um stjörnumissinn úr þýsku deildinni.
Handbolti Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira