Körfubolti

Kobe Bryant ætlar ekki að spila í BIG3-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Vísir/Getty
Sterkur orðrómur um mögulega endurkomu Kobe Bryant inn á körfuboltavöllinn átti sér enga stoð í veruleikanum.

Orðrómurinn virtist vera að breytast í stórfrétt þegar Jeff Kwatinetz, einn stofnandi BIG3-deildarinnar, sagði blaðamönnum frá því að hann hafi heyrt það frá traustum heimildarmanni að Kobe Bryant ætlaði að spila í BIG3-deildinni á næsta ári.

„Þetta gæti verið eitthvað en gæti líka verið ekkert,“ sagði Jeff Kwatinetz meðal annars en hann var fljótur að fá svar.

Molly Carter, markaðstjóri Kobe Inc., fjárfestingafyrirtækis Kobe Bryant, var fljót að koma fram og staðfesta að ekkert væri til í þessu.

„Hann er örugglega ekki að fara að spila á næsta ári,“ sagði Molly Carter við Brian Mahoney hjá Associated Press.





Það lítur því allt út fyrir það að orð Jeff Kwatinetz hafi verið einhver auglýsingabrella til að vekja athygli á BIG3-deildinni.

Það vilja nefnilega margir sjá Kobe Bryant taka svona „Michael Jordan endurkomu“ en flestir væri þó til í að sjá hann við hliðina á LeBron James í Los Angels Lakers liðinu.

Michael Jordan snéri aftur og spilaði tvö tímabil með Washington Wizards frá 2001 til 2003. Hann náði því að spila 30 leiki eftir fertugsafmælið sitt. Jordan skorað 22,4 stig að meðaltali í þeim.





Kobe Bryant heldur upp á fetugsafmælið sitt á morgun, 23. ágúst, en hann lék sinn síðast leik í NBA-deildinni vorið 2016 eftir tuttugu tímabila í deildnni þar sem hann skroað 33.643 stig.

Bryant skoraði 60 stig í síðasta NBA-leiknum sínum sem var á móti Utah Jazz 13. apríl 2016.

Nokkrar frægar NBA-stjörnur spila í BIG3-deildinni, menn eins og Chauncey Billups, Metta World Peace, Kenyon Martin, Baron Davis, Jermaine O'Neal, Mike Bibby og Amar'e Stoudemire.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×