Körfubolti

Bandarísku miðlarnir keppast við að óska Kobe Bryant til hamingju með afmælið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant og fjölskylda hans þegar Los Angeles Lakers hengdi tvær treyjur hans upp í rjáfur á Staples Center.
Kobe Bryant og fjölskylda hans þegar Los Angeles Lakers hengdi tvær treyjur hans upp í rjáfur á Staples Center. Vísir/Getty

Körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant heldur upp á fertugsafmælið sitt í dag 23. ágúst 2018 en hann fæddist í Philadelphia í Pennsylvaniu ríki 23. ágúst 1978.

Kobe Bryant lék í tuttugu tímabil með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni og skoraði 60 stig í 1346. og síðasta leiknum sínum á móti Utah Jazz.

Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri stig í deildarkeppni NBA en Kobe (Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone) og hann er sá fjórði stigahæsti í sögu úrslitakeppninnar.

Bandarísku miðlarnir hafa verið duglegir að óska Kobe Bryant til hamingju með afmælið eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er líka af nógu að taka enda átti Bryant magnaðan feril í körfuboltanum.

Kobe varð fimm sinnum NBA-meistari með Lakers (2000–2002, 2009, 2010), var tvisvar valinn besti leikmaður lokaúrslitanna  (2009, 2010) og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar (2008).

Kobe var ellefu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið ársins í NBA (2002–2004, 2006–2013), tvisvar sinnum valinn í annað úrvalsliðið (2000, 2001) og tvisvar sinnum valinn í þriðja úrvalsliðið (1999, 2005).

Hér fyrir neðan má sjá smá samantekt af afmæliskveðjum Kobe Bryant í dag.

Happy 40th birthday to Kobe Bryant.

Let's look back to when the Black Mamba dominated the high school scene. pic.twitter.com/5ZYFuoNJz4

The Black Mamba turns 40 today.

Happy Birthday, @kobebryant! pic.twitter.com/AFeHaYlKNv
 
 


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.