Viðskipti innlent

Hringbraut og Nútíminn sek um duldar auglýsingar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot af fyrstu greininni af þremur sem Fjölmiðlanefnd gerði athugasemd við á vef Nútímans.
Skjáskot af fyrstu greininni af þremur sem Fjölmiðlanefnd gerði athugasemd við á vef Nútímans.

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að sjónvarpsstöðin Hringbraut og vefmiðillinn Nútíminn hafi gerst brotleg við lög um fjölmiðla með umfjöllun sinni snemma á árinu þar sem ekki var tekið nógu skýrt fram að um kostaða umfjöllun væri að ræða.

Hringbraut hefur verið sektuð um 500 þúsund krónur fyrir brotið en fallið er frá ákvörðun um sekt í tilfelli Nútímans þar sem miðillinn gæti að nokkru leyti að auðkenningu viðskiptaboða í umfjöllun sinni.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar.

Um 70 prósent þáttarins auglýsing

Í tilfelli Hringbrautar snerist umkvörtunarefnið að þættinum Fermingar sem sýndur var þann 12. janúar og var jafnframt aðgengilegur á vef Hringbrautar. Í þættinum kynntu viðmælendur vörurnar og þjónustu auk þess sem innslögin voru flest tekin í verslunum þeirra. Voru vörmerkin afar sýnileg.

Á vef Hringbrautar sagði að þátturinn væri unninn í samstarfi við ýmsa aðila en það kom ekki fram í þættinum sjálfum. Einu vísbendingarnar um að efnið væri kostað voru vörumerki sem birtust í horni skjámyndar og í kreditlistanum í lok þáttar. Sú auðkenning þótti ekki fullnægjandi. Kynna þyrfti í upphaf og lok þáttar að um auglýsingaefni væri að ræða.

Þá uppfyllti umfjöllunin ekki skilyrði sem kostað fjölmiðlaefni en í lögum um fjölmiðla segir að kostað efni megi ekki fela í sér hvatningu til kaupa eða leigu á þjónustu.

„Þvert á móti gekk stærstur hluti þáttarins beinlínis út á að kynna vörur og þjónustu þeirra sem um var fjallað. Að mati nefndarinnar var ekki um að ræða kostað dagskrárefni í skilningi laga um fjölmiðla, heldur vörukynningar sem þjónuðu auglýsingamarkmiðum og voru til þess fallnar að villa um fyrir neytendum með þeim hætti að þeir áttuðu sig ekki á því að um keypta umfjöllun væri að ræða.“

Þátturinn var tæpur hálftími að lengd. Alls voru 22,19 mínútur auglýsinga- og kynningarefni en leyfilegt hlutfall auglýsinga og fjarkaupainnskota innan hverrar klukkustundar er 20%, eða tólf mínútur. Þau lög braut Hringbraut því líka. Uppskar miðillinn sem fyrr segir 500 þúsund króna sekt. Miðillinn tók aðeins lítillega til varna í málinu og sagðist hafa talið auglýsingarnar innan við 20 prósenta markið.

Þátturinn hefur verið fjarlægður af vef Hringbrautar. Niðurstöðu nefndarinnar má lesa hér.

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans. Vísir/Andri

Ekki merkt sem kynning eða auglýsing

Brot Nútímans tengdust umfjöllun í febrúar og mars þar sem fylgst var með Guðrúnu Veigu áhrifavaldi sem hugðist borða Dominos's pítsu á hverjum degi í Meistaramánuði Íslandsbanka. Ekki stóð að um kynningu eða auglýsingu væri að ræða en við hverja birtingu myndbandanna þriggja sagði að Nútíminn hefði tekið höndum saman við Íslandsbanka og Domino's um að hjálpa Guðrúnu Veigu að ná markmiði sínu.

Í myndböndunum var fylgst með Guðrúnu Veigu borða pítsu ásamt viðtölum við hana. Í myndbrotunum sáust pítsur af ýmsu tagi í kössum merktum Domino's og pítsusendlar í fatnaði merktu sama vörumerki.

Umfjöllun Nútímans var einnig deilt á samfélagsmiðlum. Á Facebook birtist hún á Facebook-síðu Nútímans undir yfirskriftinni „Nútíminn with Meistaramánuður“. Undir henni mátti sjá dagsetningu og orðið „paid“ með smáu letri og þar fyrir neðan þá stöðufærslu Nútímans sem birt var í tengslum við umfjöllunina hverju sinni. Á Twitter birtist umfjöllun Nútímans um pizzusmökkun Guðrúnar Veigu með myllumerkinu #ad.

Í svari Atla Fannars Bjarkasonar, fyrirsvarsmanns Fálka útgáfu og ritstjóra og ábyrgðarmanns Nútímans, sagði að öllum mætti vera ljós að um kostaða umfjöllun væri að ræða. Alltaf kæmi fram að myndböndin væru unnin í samvinnu við Íslandsbanka og Domino's auk þess sem þau hefðu verið merkt á samfélagsmiðlum.

Fjölmiðlanefnd taldi hins vegar ekki hafa verið nógu skýrt að ekki væri um ristjórnarefni að ræða heldur kostað efni. Þótt um samstarf sé að ræða geti lesandi ekki verið viss um að umfjöllunin sé kostuð. Það eigi að vera skýrt, t.d. með því að láta orðin auglýsing eða kynning koma fram í umfjöllun.

Í ljósi þess að Nútíminn hafði ekki áður gerst brotlegur við lög um fjölmiðla og að einhverju leyti gætt að auðkenningu efnisins í miðli sínum og á samfélagsmiðlum var Nútíminn ekki sektaður.

Niðurstöðu Fjölmiðlanenfdar í tilfelli Nútímans má lesa í heild hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0,66
5
159.100
EIK
0,35
2
96.220
REGINN
0,11
2
2.210
ORIGO
0
2
3.875
VIS
0
1
19.230

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,73
27
147.766
MAREL
-1,48
22
215.978
SYN
-1,06
2
45.660
FESTI
-0,78
2
8.104
HAGA
-0,7
7
112.311
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.