Uber boðar stefnubreytingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:34 Hér má sjá svokallað Jump-rafhjól sem leigja má hjá Uber. JUMP Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. Forstjóri Uber, Dara Khosrowshahi, segir að slíkir einstaklingsfararskjótar henti betur til fólksflutninga í stórborgum heimsins. Hann telur jafnframt að viðskiptavinir Uber muni taka fleiri, styttri ferðir í framtíðinni. „Á háannatíma er mjög óhagkvæmt að nota eins tonna járnhlunk til að flytja einn einstakling 10 húsaraðir,“ er haft eftir Khosrowshahi á vef breska ríkisútvarpsins. Hann bætir við að þó svo að þessi ákvörðun kunni að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif á fyrirtækið á næstu misserum þá sé þetta engu að síður í takti við framtíðarsýn Uber. Þar að auki muni bílstjórar fyrirtækisins njóta góðs af breytingunum, enda muni lengri bílferðum fjölga á kostnað þeirra styttri. Fyrirtækið hefur á síðustu mánuðum fjárfest í fjölda reiðhjólaleiga. Nú er svo komið að hægt er að leigja rafhjól hjá Uber í 8 borgum í Bandaríkjunum, þeirra á meðal New York og Washington, og til stendur að opna rafhjólaleigu í Berlín á næstunni. Uber tapaði rúmlega 4,5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári, rúmlega 450 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur fyrirtækisins eru því undir miklum þrýstingi að laga fjárhag félagsins, en til stendur að setja Uber á hlutabréfamarkað á komandi mánuðum. Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. Forstjóri Uber, Dara Khosrowshahi, segir að slíkir einstaklingsfararskjótar henti betur til fólksflutninga í stórborgum heimsins. Hann telur jafnframt að viðskiptavinir Uber muni taka fleiri, styttri ferðir í framtíðinni. „Á háannatíma er mjög óhagkvæmt að nota eins tonna járnhlunk til að flytja einn einstakling 10 húsaraðir,“ er haft eftir Khosrowshahi á vef breska ríkisútvarpsins. Hann bætir við að þó svo að þessi ákvörðun kunni að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif á fyrirtækið á næstu misserum þá sé þetta engu að síður í takti við framtíðarsýn Uber. Þar að auki muni bílstjórar fyrirtækisins njóta góðs af breytingunum, enda muni lengri bílferðum fjölga á kostnað þeirra styttri. Fyrirtækið hefur á síðustu mánuðum fjárfest í fjölda reiðhjólaleiga. Nú er svo komið að hægt er að leigja rafhjól hjá Uber í 8 borgum í Bandaríkjunum, þeirra á meðal New York og Washington, og til stendur að opna rafhjólaleigu í Berlín á næstunni. Uber tapaði rúmlega 4,5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári, rúmlega 450 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur fyrirtækisins eru því undir miklum þrýstingi að laga fjárhag félagsins, en til stendur að setja Uber á hlutabréfamarkað á komandi mánuðum.
Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02