Hlutafjáraukning hjá Wow Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2018 17:00 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira