Formúla 1

Sainz tekur við stýrinu af Alonso

Bragi Þórðarson skrifar
Spánverjarnir Alonso og Sainz
Spánverjarnir Alonso og Sainz Vísir/Getty

Spænski ökumaðurinn Carlos Sainz hefur skrifað undir samning við McLaren og mun keyra fyrir liðið næstu ár. Hann tekur þá sæti landa síns Fernando Alonso sem tilkynnti á dögunum að hann muni hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið.

Sainz er sem stendur á láni hjá Renault frá Red Bull. Þó hefur Spánverjinn aldrei keppt fyrir Red Bull en var í þrjú ár hjá dótturliði þess, Toro Rosso.

Fyrr í sumar var tilkynnt að Daniel Ricciardo myndi yfirgefa Red Bull eftir tímabilið og ganga til liðs við Renault. Við það misst  Sainz sæti sitt hjá franska framleiðandanum.

„Það er algjör heiður að fá að keppa á McLaren bíl, þetta er eitt stærsta liðið í sportinu og flestar hetjur Formúlunnar hafa keppt með liðinu,“ sagði Sainz.

Akstur hefur alltaf verið í blóðinu á Carlos Sainz þar sem faðir hans er tvöfaldur heimsmeistari í ralli auk þess að hafa unnið Dakar rallið í tvígang.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.