Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2018 19:30 Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air segir unnið að langtímafjármögnun félagsins í samstarfi við erlenda banka til að standa undir áframhaldandi vexti þess. Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. Miklar sviptingar hafa verið í rekstri íslensku flugfélagana á síðustu mánuðum. Icelandair tapaði 60 milljónum dollara, jafnvirði 6,3 milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Wow Air hefur ekki birt ársreikning fyrir 2017. Félagið hefur hins vegar upplýst að tap síðasta árs hafi numið 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna. Eigið fé Wow Air var 5,9 milljarðar króna í lok árs 2016 og því er ljóst að tap síðasta árs var mikið högg fyrir félagið. Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air sagði í tilkynningu að hækkandi olíuverð, styrking krónunnar, dýrt rekstrarumhverfi á Íslandi og mikil samkeppni á lykilmörkuðum félagsins hafi skýrt tapreksturinn í fyrra. Skúli sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis á dögunum að Wow Air ynni að langtímafjármögnun félagsins í samstarfi við erlenda banka til að standa undir áframhaldandi vexti þess. „Sú vinna gengur mjög vel,“ sagði hann.Samkeppnin á þessum markaði er gríðarlega hörð en 26 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Vegna mikillar verðsamkeppni hefur hækkun olíuverðs ekki skilað sér út í verð á farseðlum. Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari Wow Air en eigið fé Icelandair var 529,7 milljónir dollara, jafnvirði 55,5 milljarða króna, í lok júní samkvæmt uppgjöri félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í greiningu hlutabréfa hjá hagfræðideild Landsbankans en hann hefur rýnt í rekstur bæði Icelandair og Wow Air. Hann segir samanburð erfiðan því upplýsingar um stöðu Wow Air séu af skornum skammti.Sveinn Þórarinsson sérfræðingur í greiningu hlutabréfa hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/ÞÞEins og að bera saman epli og appelsínur „Að reyna að bera félögin saman gæti orðið eins og að bera saman epli og appelsínur. Icelandair er skráð félag sem birtir á þriggja mánaða fresti. Wow Air er vaxtafyrirtæki sem hefur ekki birt heilan ársreikning fyrir árið 2017. Ef menn fara í djúpa leikfimi og bera félögin saman þá geta þeir lent í öngstræti. Vissulega er botnlínan sú að Wow Air er að tapa og félagið er að tapa meira en Icelandair en það er kannski eðlilegt af því félagið er að vaxa um meira en 40 prósent á ári. Þetta er vaxtafyrirtæki,“ segir Sveinn. Rekstur flugfélaga er viðkvæmur enda getur staða þeirra breyst mjög hratt. Það sýna gjaldþrot Air Berlin og Monarch Airlines á síðasta ári.Er líklegt að Wow Air fari á hausinn með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu félagsins? „Kannski eru upplýsingarnar ekki nægar til að ætla að félagið sé á leiðinni á hausinn. En ég held að það séu vissulega ástæður til að hafa áhyggjur. Sögulega séð hafa snöggbreyttar aðstæður hjá lággjaldaflugfélögum sett þau í veruleg vandræði. Til dæmis snögghækkandi olíuverð. Á móti kemur verður tíminn að leiða í ljós hvað gerist og það er mjög erfitt að svara þessari spurningu,“ segir Sveinn Þórarinsson. Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. 2. ágúst 2018 09:15 Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30 Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. Miklar sviptingar hafa verið í rekstri íslensku flugfélagana á síðustu mánuðum. Icelandair tapaði 60 milljónum dollara, jafnvirði 6,3 milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Wow Air hefur ekki birt ársreikning fyrir 2017. Félagið hefur hins vegar upplýst að tap síðasta árs hafi numið 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna. Eigið fé Wow Air var 5,9 milljarðar króna í lok árs 2016 og því er ljóst að tap síðasta árs var mikið högg fyrir félagið. Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri Wow Air sagði í tilkynningu að hækkandi olíuverð, styrking krónunnar, dýrt rekstrarumhverfi á Íslandi og mikil samkeppni á lykilmörkuðum félagsins hafi skýrt tapreksturinn í fyrra. Skúli sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis á dögunum að Wow Air ynni að langtímafjármögnun félagsins í samstarfi við erlenda banka til að standa undir áframhaldandi vexti þess. „Sú vinna gengur mjög vel,“ sagði hann.Samkeppnin á þessum markaði er gríðarlega hörð en 26 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Vegna mikillar verðsamkeppni hefur hækkun olíuverðs ekki skilað sér út í verð á farseðlum. Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari Wow Air en eigið fé Icelandair var 529,7 milljónir dollara, jafnvirði 55,5 milljarða króna, í lok júní samkvæmt uppgjöri félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Sveinn Þórarinsson er sérfræðingur í greiningu hlutabréfa hjá hagfræðideild Landsbankans en hann hefur rýnt í rekstur bæði Icelandair og Wow Air. Hann segir samanburð erfiðan því upplýsingar um stöðu Wow Air séu af skornum skammti.Sveinn Þórarinsson sérfræðingur í greiningu hlutabréfa hjá hagfræðideild Landsbankans.Vísir/ÞÞEins og að bera saman epli og appelsínur „Að reyna að bera félögin saman gæti orðið eins og að bera saman epli og appelsínur. Icelandair er skráð félag sem birtir á þriggja mánaða fresti. Wow Air er vaxtafyrirtæki sem hefur ekki birt heilan ársreikning fyrir árið 2017. Ef menn fara í djúpa leikfimi og bera félögin saman þá geta þeir lent í öngstræti. Vissulega er botnlínan sú að Wow Air er að tapa og félagið er að tapa meira en Icelandair en það er kannski eðlilegt af því félagið er að vaxa um meira en 40 prósent á ári. Þetta er vaxtafyrirtæki,“ segir Sveinn. Rekstur flugfélaga er viðkvæmur enda getur staða þeirra breyst mjög hratt. Það sýna gjaldþrot Air Berlin og Monarch Airlines á síðasta ári.Er líklegt að Wow Air fari á hausinn með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu félagsins? „Kannski eru upplýsingarnar ekki nægar til að ætla að félagið sé á leiðinni á hausinn. En ég held að það séu vissulega ástæður til að hafa áhyggjur. Sögulega séð hafa snöggbreyttar aðstæður hjá lággjaldaflugfélögum sett þau í veruleg vandræði. Til dæmis snögghækkandi olíuverð. Á móti kemur verður tíminn að leiða í ljós hvað gerist og það er mjög erfitt að svara þessari spurningu,“ segir Sveinn Þórarinsson.
Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. 2. ágúst 2018 09:15 Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30 Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. 2. ágúst 2018 09:15
Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur