Lífið

Bein útsending: Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis

Stefán Árni Pálsson skrifar

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spárnar fyrir ágúst birtust í morgun. 

Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins. 

Siggu Kling verður í beinni útsendingu á Facebook Live í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar. 

Útsendingin hefst klukkan 14:00. Sigga ætlar að gera sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Spákonan biðlar til lesenda Vísis að koma með einlægar spurningar sem koma frá hjartanu. Ekki sé nóg að senda aðeins fæðingardaginn.

Útsendingin verður aðgengileg hér á Vísi síðar í dag en hún fór fram í gegnum Facebook-síðu Vísis og hægt er að horfa á hana þar.


Tengdar fréttir

Stjörnuspá Siggu Kling – Krabbinn: Töfrar yfir þér eins og regnboganum

Elsku Krabbinn minn, mikið er ég ánægð að þurfa að skrifa um þig, það er aldrei lognmolla eða leiðindi þegar þú mætir og þú getir einkennst af feimni þá finnst engum þú vera það. Þú ert allur tilfinningaskalinn en nærð ekki alveg að sjá sjálfan þig í réttu ljósi eins og aðrir sjá þig.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.