Viðskipti innlent

Greiða 10 milljarða króna í arð til hluthafa

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Höfuðstöðvar Arion við Borgartún.
Höfuðstöðvar Arion við Borgartún. Vísir/Pjetur

Stjórn Arion banka hefur samþykkt að leggja fyrir hluthafafund bankans, sem fram fer í september, að greiða 10 milljarða króna í arð til hluthafa fyrir lok þriðja ársfjórðungs í haust. Arion banki hagnaðist um 5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Arion banki var skráður samtímis í Kauphöll Íslands og Kauphöllina í Stokkhólmi hinn 15. júní síðastliðinn eftir almennt hlutafjárútboð þar sem 28,7 prósenta hlutur var seldur. Arion banki birti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Samstæða bankans hagnaðist um 3,1 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 7,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam sléttum 5 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár 4,7 prósent. Þetta er rúmlega helmingi minni hagnaður en í fyrra en bankinn hagnaðist um 10,5 milljarða króna á fyrri helmingi síðasta árs. Heildareignir Arion banka námu 1.174 milljörðum króna í lok júní og eigið fé hluthafa bankans nam 206,9 milljörðum króna.

Fram kemur í tilkynningu  til Kauphallar vegna uppgjörsins að stjórn Arion banka hafi samþykkt að leggja fyrir hluthafafund bankans, sem fram fer í september, að greiða 10 milljarða króna í arð til hluthafa fyrir lok þriðja ársfjórðungs, sem samsvarar 5 krónum á hvern hlut.

Bankinn vinnur um þessar mundir að því að koma Stakksbergi, eignarhaldsfélagi kísilverksmiðjunnar í Helguvík, í söluferli á síðari hluta ársins, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar.


Tengdar fréttir

Hagnaður Arion dróst saman um 56 prósent

Hagnaður Arion banka nam 3,1 milljarði króna á öðrum fjórðungi ársins og dróst saman um 56 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 7,1 milljarði króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.